Leita í fréttum mbl.is

Látum ekki góða kreppu fara til spillis

Hillary ClintonFyrirsögn þessarar færslu er fengin að láni hjá Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en sl. föstudag hélt hún ræðu fyrir unga Evrópubúa í Evrópuþinginu. Þar ræddi hún um tækifærin sem nú gefast til að endurreisa hagkerfi heimsins á nýjan hátt, þannig að þau verði umhverfisvænni en áður og ekki eins orkufrek. Nú gæfist einstakt tækifæri til að sporna gegn loftslagsbreytingum og stuðla að auknu orkuöryggi.

Í ræðunni tók Hillary Clinton undir þær hugmyndir sem fram hafa komið um græna endurgjöf ("New Green Deal"), sem leið til að skipta kolefniskrefjandi innviðum út fyrir aðra grænni, um leið og skapaðar yrðu milljónir nýrra atvinnutækifæra. Þá fordæmdi hún orkuskömmtun í pólitískum tilgangi og vísaði þar til deilna Rússa og Úkraínumanna.

Það er auðvitað ekkert fallegt að tala um „góða kreppu“, en hver sú þjóð sem ætlar sér að koma standandi niður úr fallinu þarf að gera sér grein fyrir tækifærunum sem liggja á lendingarstaðnum. Þær þjóðir sem ekki gera það munu verða undir í samkeppninni!

Byggt á frétt PlanetArk/Reuter í dag, sjá http://planetark.org/enviro-news/item/51938.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú fyrst og fremst í höndum ráðamanna að styrkja það umhverfisvæna.  Þeir eru dálítið mikið fyrir "fallegu orðin" en kannski minna fyrir verkin.  Fjölskyldur sem varla eiga í sig og á "kreppunnar vegna" gera nú varla mikil kraftaverk í þessum málum nema þá hugsanlega með atkvæði sínu í kosningum

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Algjörlega sammála!

Stefán Gíslason, 9.3.2009 kl. 10:50

3 identicon

Hef stundum velt þessu fyrir mér. Næsta "góðæri" á Íslandi mun mjög líklega snúast um græna orku að verulegu leyti. Vona bara að íslendingar noti ekki sömu rök og margir aðrir, að heimurinn muni með vissu farast ef við förum ekki að nota grænu orkuna.

Habbðu það gott Stefán minn.

Jóhann Steinar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband