Leita í fréttum mbl.is

Talnaskynið í mér er stórskemmt!

Það er óþarfi að blogga mikið um áhrif kreppunnar á fjárhag ríkisins, heimila og fyrirtækja. Fréttin um rúmlega 10.000.000.000.000 króna tap norska olíusjóðsins leiðir hins vegar hugann að aukaverkunum kreppunnar, sem eru jú margvíslegar.

Ein af neikvæðu aukaverkununum sem ég finn hastarlega fyrir, eru þær nær óbætanlegu skemmdir sem hafa orðið á talnaskyninu í mér. Ég skil ágætlega hvað átt er við þegar talað er um 633 þúsund krónur. Strax og talan er komin í 633 milljónir fer talnaskynið að dofna. Ég veit reyndar að ein milljón er þúsund þúsundkallar. Það finnst mér vera alveg slatti af peningum. En ég á frekar erfitt með að ímynda mér 633 svoleiðis búnt. Þegar menn byrja svo að tala í milljörðum fer þetta fyrst að versna verulega. Líklega finnst mér milljón og milljarður bara vera nokkurn veginn það saman. Eða..., nei, sko, ég veit alveg hvað milljón er. Og svo þarf ég bara að hugsa mér 1.000 skjalatöskur með einni milljón í hverri, þá er kominn milljarður. Ef ég hugsa mér svo að öllum þessum 1.000 skjalatöskum sé staflað inn á eina skrifstofu, þá er þetta aftur orðið svolítið viðráðanlegt. Síðan þarf ég bara að hugsa mér 633 svoleiðis skrifstofur - og þá er ég kominn með yfirsýn yfir allt tap norska olíusjóðsins, en bara í norskum krónum. Þá á ég enn eftir að hugsa mér rúmlega 16 skrifstofubyggingar með 633 skrifstofum í hverri, með 1.000 skjalatöskum í hverri skrifstofu með milljón kall í hverri skjalatösku, til að vera loksins kominn með rétta tölu í íslenskum krónum, nefnilega 10.224.849.000.000 íslenskar krónur miðað við opinbert gengi Seðlabankans í dag. HJÁLP!

En kreppan hefur líka jákvæðar aukaverkanir. Mér hefur t.d. farið stórlega fram í landafræði síðustu vikurnar. Hugsið ykkur bara fáfræðina: Fyrir svo sem mánuði vissi ég ekki einu sinni að Tortola væri til! Núna veit ég meira að segja nokkurn veginn hvar Tortola er - og að þar búa fleiri en á Akureyri! Og ég veit líka að þetta er eyja, sem er 19 km löng og 5 km breið! Líklega dugar hringvegurinn (hljóta þeir ekki að vera með svoleiðis) í heilt maraþonhlaup.

Tortola. Þarna var hún allan tímann!!!


mbl.is Tap norska olíusjóðsins 633 milljarðar norskra króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta eru 10 trilljónir ISK, en hér eru (grófar) samanburðarstærðir til glöggvunar:

  • Í reiðufé væru það 200 milljón fimmþúsundkallar
  • Seðlarnir dygðu til að þekja 2,17 ferkílómetra (km2)
  • 660.000 sinnum allir íslenskar seðlar og mynt í umferð
  • Meira en tífalt heildarpeningamagn á Íslandi (M1)
  • Dygði fyrir rekstri ríkissjóðs Íslands í nokkra áratugi
  • 10% af áætluðu vermæti allrar olíu á Drekasvæðinu
  • 1.500 sinnum IceSave innstæðutryggingin
  • 33,3 milljónir á mann (miðað við Ísland)
  • 10 trilljónir eru 10 milljón milljónir

Guðmundur Ásgeirsson, 11.3.2009 kl. 14:17

2 identicon

Úff...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

svo munar þá ekkert um þetta...hvort eð er peningar sem þeir hefðu aldrei getað notað...þetta fé bráðvantar hirði einsog Pétur Blöndal og KB bankann hans.

Gísli Ingvarsson, 11.3.2009 kl. 17:35

4 identicon

Já ég er sammála nafna mínum Ingvars að þeir hafa náttúrulega ekkert með þetta að gera, en þetta segir okkur líka að peningar geymast ekki vel og að það er glapræði að safna þeim saman í hauga til dæmis lífeyrissjóði.  Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það ætti að nota alla peninga íslensku lífeyrissjóðanna til að greiða niður skuldir almennings (ekki ríkisins) og síðan að taka upp gegnumstreymiskerfi lífeyrisgreiðslna.  Það sem ég óttast er hins vegar að þeir séu búnir að tapa lífeyrissjóðunum en þori ekki að segja okkur það.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Gleymdu þessu Stefán. Hér hefur dugað að skera gellurnar úr fiskinum og hafa töluna á þeim til að henda reiður á aflanum. Ekki hefur þurft tölur til að glöggva sig á að sólin kemur upp að morgni og gengur til viðar að kvöldi. Afkoma norska olíusjóðsins er minna áhyggjuefni en sveiflur í loðnustofninum, þó þær eigi eflaust eftir að opna augu okkar fyrir samspili náttúrunnar og mikilvægi ætis og friðar fyrir þorsk í æxlun. 

Sigurbjörn Sveinsson, 11.3.2009 kl. 23:02

6 identicon

Mig langaði bara að segja að þetta er fáránleg frétt.  Olíusjóðurinn hefur ekkert tapað þessum peningum.  Það sem gerist er að hlutabréfaverð lækkar, þá lækkar verðmæti eignasafnsins sem lækkuninni nemur, í bili.  Þetta verður hins vegar aldrei tap nema öll bréfin væru seld akkúrat núna, sem er ekki að fara að gerast.

Það er s.s. algert aukaatriði hvert verðið er núna, það er söluverðið sem skiptir máli.  Eftir 5 ár er allt eins líklegt að verð þessara bréfa verði orðið hærra en það var t.d. fyrir ári síðan.  Eignasafn Olíusjóðsins er langtímasafn og miðast við áratuga eignir, vænt ávöxtun.   Þess vegna skiptir líka öllu máli hvaða tímabil menn miða við þegar talað er um tap eða gróða á eignasafni.

Svona innihaldslausar bull fréttir fara í taugarnar á mér (í fjölmiðlum) og virðast eingöngu settar fram til að valda misskilningi, eða stafa af vanþekkingu.

S.H. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband