Leita í fréttum mbl.is

Maðkar eru kannski ekki verstir

Sagan um maðkana í nammibarnum er trúlega ein af þessum mögnuðu flökkusögnum sem kemst á kreik með dularfullum hætti, og hver étur svo gagnrýnislaust upp eftir öðrum, enda heimildarmaðurinn oftast „ólyginn“. Svona sögur eru rannsóknarefni út af fyrir sig, enda hafa þær verið rannsakaðar og skrifuð um þær a.m.k. ein bók, (Rakel Pálsdóttir (2001): Kötturinn í örbylgjuofninum og fleiri flökkusagnir úr samtímanum).

En hvað sem segja má um maðka í nammibörum, þá mættu foreldrar alveg velta fyrir sér hollustu annarra efna sem þar er að finna, áður en þau halda börnum sínum þar til beitar á laugardögum. Líklega hafa litarefni, rotvarnarefni, sætuefni og ýmis önnur efni í nammibaranamminu fátt umfram maðka hvað hollustu varðar.


mbl.is Engin kvörtun um maðka í nammibar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maðkarnir eru miklu hollari og lífrænni en aukaenfin í þessu nammi nokkurn tímann!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Ingvar

Söguna heyrði ég reyndar um að það hefði verið njálgur í nammibarnum í Hagkaup.

ihg

Ingvar, 12.3.2009 kl. 13:40

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta eru skemmtilegar sögur Stefán, þó ég trúi þeim trauðla. Hitt er svo annað að ég myndi aldrei kaupa mér sælgæti úr nammibarnum í Hagkaupum eftir að hafa séð hamaganginn sem er þar á laugardögum. Það er gefið að það grasserar þarna allskyns ógeð á barnum.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.3.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband