12.3.2009 | 12:58
Maðkar eru kannski ekki verstir
Sagan um maðkana í nammibarnum er trúlega ein af þessum mögnuðu flökkusögnum sem kemst á kreik með dularfullum hætti, og hver étur svo gagnrýnislaust upp eftir öðrum, enda heimildarmaðurinn oftast ólyginn. Svona sögur eru rannsóknarefni út af fyrir sig, enda hafa þær verið rannsakaðar og skrifuð um þær a.m.k. ein bók, (Rakel Pálsdóttir (2001): Kötturinn í örbylgjuofninum og fleiri flökkusagnir úr samtímanum).
En hvað sem segja má um maðka í nammibörum, þá mættu foreldrar alveg velta fyrir sér hollustu annarra efna sem þar er að finna, áður en þau halda börnum sínum þar til beitar á laugardögum. Líklega hafa litarefni, rotvarnarefni, sætuefni og ýmis önnur efni í nammibaranamminu fátt umfram maðka hvað hollustu varðar.
Engin kvörtun um maðka í nammibar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Maðkarnir eru miklu hollari og lífrænni en aukaenfin í þessu nammi nokkurn tímann!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 13:04
Söguna heyrði ég reyndar um að það hefði verið njálgur í nammibarnum í Hagkaup.
ihg
Ingvar, 12.3.2009 kl. 13:40
Þetta eru skemmtilegar sögur Stefán, þó ég trúi þeim trauðla. Hitt er svo annað að ég myndi aldrei kaupa mér sælgæti úr nammibarnum í Hagkaupum eftir að hafa séð hamaganginn sem er þar á laugardögum. Það er gefið að það grasserar þarna allskyns ógeð á barnum.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.3.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.