15.3.2009 | 16:20
Tryggir ógnun öryggi?
Hvort skyldi vera betri leið til að stuðla að eigin öryggi; að hafa í hótunum við fólk eða vingast við það? Ég held að vinsamlegri leiðin sé betri. Auðvitað verða aldrei allir vinir manns. Jafnvel viðhlægjendur eru ekki endilega vinir. En það er alveg óþarfi að búa til óvini úr öllum sem ekki eru vinir manns. Bush og Cheney voru heimsmeistarar í því, enda var það meðvituð stefna þeirra. (Þeir sem ekki eru með okkur, eru á móti okkur). Mikill léttir er að vera laus við þessa drauga fortíðar úr stýrishúsi Bandaríkjanna.
Málið snýst ekki um að tryggja öryggi, enda er það ekki hægt. Málið snýst um að hámarka líkurnar á öryggi. Leiðin til þess er ekki að ráðast á aðra í fyrirbyggjandi skyni eins og þeir félagar Georg, Dick, Davíð og Halldór töldu affarasælast. Leiðin til þess er heldur ekki að smíða ótal kjarnorkusprengjur og rúnta svo með þær í kafbátum undir yfirborði heimshafanna - og banna svo öðrum að gera slíkt hið sama.
Gagnrýni Dikka er enn ein vísbendingin um að Barack Obama sé á réttri leið. Mér hefði liðið verulega illa ef þessi gaur hefði hrósað utanríkisstefnu núverandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin berskjaldaðri undir Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Mikið hjartanlega er ég sammála þessari færslu...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.