17.3.2009 | 09:11
Páfinn og smokkurinn
Það er nú fínt að páfinn ætli að vera svona góður við Afríku og vefja hana örmum. Hann má líka alveg útskýra fyrir afrískum ungdómi hvers vegna hann mæli með skírlífi fremur en smokkum til að hefta útbreiðslu HIV-veirunnar, bara ef hann bætir því við að með tilliti til raunverulegra aðstæðna, takmarkaðs ákvörðunarréttar kvenna o.fl., telji hann samt rétt að ungir Afríkubúar hafi greiðan aðgang að smokkum, helst ókeypis, því að þegar allt komi til alls þá sé það líklega skásta leiðin til að hægja á útbreiðslu HIV og fækka ótímabærum og óumbeðnum barneignum, náttúrulega að viðbættu öflugu fræðsluátaki, þar sem megináherslan er á menntun ungra kvenna. Og á leiðinni þarna suður eftir í flugvélinni ætti páfinn endilega að lesa bókina More: Population, Nature, and What Women Want eftir Robert Engelman, þó ekki væri nema samantektina.
Fari páfinn ekki að þessum ráðleggingum mínum, sem eru hér með gerðar opinberar svo að þær fari nú örugglega ekki framhjá honum, heldur kaþólska kirkjan áfram að vera einn helsti þrándur í götu markvissrar umræðu um fólksfjölgun og fátækt í þróunarlöndunum! Orð páfans hafa nefnilega áhrif. Í þeirri staðreynd felast bæði miklar ógnir og mikil tækifæri. Gríptu nú tækifærið Benedikt!
Páfinn vefur örmum sínum um Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkennilega hugsarðu, Stefán.
Páfinn talar til sinna trúuðu kaþólikka, hjá þeim fá orð hans hljómgrunn, ekki hjá efnishyggjumönnum né t.d. þeim, sem taka konur nauðugar. Þeir, sem hafa trúna, einungis þeir, meðtaka hvatningu hans um skírlífi. Og sú hvatning styðst líka við skynsamleg rök, það hljóta margir þar að sjá, sem vita af eyðnifaraldrinum. Ungmenni, sem ekki hafa smitazt, gera því fátt betra en að sýna skírlífi og leita frekar maka sem gerir það sama. EKKERT er jafn-örugg vörn gegn HIV-smiti og skírlífið. Þess vegna der þessi setning þín illa til fundin:
"Hann má líka alveg útskýra fyrir afrískum ungdómi hvers vegna hann mæli með skírlífi fremur en smokkum til að hefta útbreiðslu HIV-veirunnar ..."
Og þegar þú spinnur við þetta þannig:
"bara ef hann bætir því við að með tilliti til raunverulegra aðstæðna, takmarkaðs ákvörðunarréttar kvenna o.fl., telji hann samt rétt að ungir Afríkubúar hafi greiðan aðgang að smokkum, helst ókeypis,"
þá má nú benda þér á, að þeir, sem neyða konur til kynmaka, eru nú í 1. lagi ekki líklegir til að nota smokka, keypta eða gefna, og í 2. lagi eru þeir enn síður líklegir til að fara eftir skírlífisleið páfans, eða hvernig kemurðu því heim og saman? Þetta er allt byggt á hugsanavillu hjá þér, en þetta er arfur hjá þér, arfur frá umræðu árásarmanna kirkjunnar.
Að lokum má bæta því við, að kaþólska kirkjan bannar ekki hjónum að verjast því, að annað þeirra smiti hitt af AIDS eða öðrum hættulegum kynsjúkdómi, með því að nota smokka. En að ógift fólk fari að treysta á, að því sé óhætt að vera lauslátt, bara ef það notar smokka, er afar misráðið, því að smokkar bregðast á stundum – það gerir skírlífið ekki.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 09:34
Kaþólska kirkjan og vatíkanið eru ekkert nema glæpasamtök.. fólk hrynur niður vegna þessara kufla, það er mesta furða að nokkur maður virði þetta rugl sem hefur kosta mannkynið svo mikið í gegnum aldirnar.
Nú þegar vesturlönd eru að losna undan þessum ruglukollum þá vaða þeir yfir vanþróuð lönd með sitt kjaftæði, þetta ætti að banna.
Réttast væri að sækja páfa og marga kufla og henda þeim í steininn
JVJ hahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 10:47
Það mætti ætla að páfinn sé einn mesti glæpamaður sögunnar.
Michael Jón Clarke (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 11:49
Sá maður sem felur barníðinga þúsundum saman er einn mesti glæpamaður sögunnar.
Hann er sá maður sem plottaði dæmið út... og var verðlaunaður fyrir
http://video.google.com/videoplay?docid=-9216902699740163930
DoctorE (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:06
Það tekur ekki nokkur maður með viti mark á gervidoktorum lengur.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 14:30
Mér finnst að embætti páfa hafið beðið óbætanlegan skaða vegna afturhalds skoðana páfagarð. Þetta var embætti sem kaþólikkar sem aðrir litu upp til en "sorry" ekki lengur. Menn verða bara að líta á þá staðreynd að fólk mun stunda kynlíf til annars en að fjölga sér. Að viðurkenna það ekki er svipuð heimska eins og að halda því fram að jörðin sé flöt og að allt snúist í kringum jörðina eins og Páfagarður og kirkjan reyndar hélt fram öldum saman eftir að vísindalegar staðreyndir bentu til annars. Hvað gerði kirkjan, jú hún hótaði vísindamönnunum öllu illu og loka þá inni í fangelsi og afneita sannleikanum.
Svona aftuhaldssemi er ekki til að auka álit fólks á Páfagarði. Þegar kaþóska kirkjan var á móti fóstueyðingu hjá barnungri stúlku fyrir stuttu síðan í Suður Ameríku þar sem hún var(10 ára gömul) ólétt eftir að fósturfaðir hennar hafði marg nauðgað henni. Lífi hennar var stofnað í hættu ef hún gengi með barnið og það var allt í lagi. Lög eru lög og orð skulu standa og kirkjan studdi það að fóstureyðing væri ekki framkvæmd. Hvurslags óskapar mannvonska er þetta??? Eru ekki til einstaklingar í kaþólsku kirkjunni??? Skipta þeir engu máli lengu? Þetta er nokkuð sem ég fordæmi mjög sterklega og get alls ekki litið þessa menn(þ.e. Páfa og hans ráðgjafa) réttum augum heldur þeim augum að þeir séu harðstjórara þar sem mannlega hliðin skipti hreinilega engu máli.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:44
Þorvaldur, kaþólska kirkjan hefur aldrei haldið því fram, að jörðin sé flöt. Þú afhjúpar hér þína eigin fáfræði og hefur t.d. greinilega ekki lesið um þetta greinar á mínum vefsíðum og á vefsíðum oha.blog.is (auðvelt að nálgast þetta þar).
"Menn verða bara að líta á þá staðreynd að fólk mun stunda kynlíf til annars en að fjölga sér," segir Þorvaldur, en það fólk er líka ekki að fara neitt eftir boðum eða hvatningum páfans um skírlífi í stað smokka. Hef ég svarað þessu nógsamlega hér ofar.
Hvað stúlkuna 9 ára varðar, hefur biskuparáðstefna kaþólsku kirkjunnar nú afturkallað bannfæringu móður hennar (sem meðvirks aðila að fósturdeyðingunni), en sjálf hefur sú móðir stúlkunnar sagt, að þessi aðgerð hafi verið verri fyrir stúlkuna en sjálf nauðgunin. Og því má bæta við, að taka hefði mátt tvíburafóstrin með keisaraskurði, þegar þau voru orðin um 23–24 vikna gömul, í þeirr von, að þau lifðu það af.
En Þorvaldi fer eflaust sem ýmsum öðrum: að geta ekki haldið sig við efnið og rökræðuna, sem hér var komin í gang.
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 15:15
Jón Valur:en það fólk er líka ekki að fara neitt eftir boðum eða hvatningum páfans um skírlífi í stað smokka.
Hvers vegna í ósköpunum ætti fólk að fara eftir hvatningum páfans um skírlífi???? Ef fólki finnst gott að gera það og getur gert það án hættu á sjúkdóma(með smokkum) þá gerir fólkið það svo sannarlega.
Ég held að þú hljótir að vera nægjanlega vel lesinn til að sjá að hvatning virta manna hér áður fyrr(fyrir meira en 100 árum eða svo) fyrir skírlífi var eingöngu til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar(kynsjúkdómar) breiddust út. Þetta er staðreynd sem verður ekki hrakinn. Hins vegar var það alveg upplagt að innvinkla þetta í trúarbrögðin svo fólk færi örugglega eftir þessu. Þetta hefur hins vegar nákvæmlega ekkert að gera með trúarbrögð að gera þó fólk gerir það fyrir hjónaband og utan hjónabands. Um þetta eru fjölmörg dæmi: Eitt það nærtækasta er Gyðingdómur og svínakjötsát, hér áður fyrr var það mjög algengt að ormar væru í svínakjöti og eina leiðin til að fá svanga einstaklinga til að hætta að borða hálfhrátt kjöt var að setja það inn í trúarbrögðin að slíkt væri á móti Guðs vilja. Gyðingar eru svo trúfastir að þeir hafa ekki fattað að taka þetta úr sínum bókum löngu eftir að almenningur var farinn að þrælsjóða kjötið og einnig að þeir ormar sem um ræðir eru orðnir mjög skjaldgæfir.
Varðandi 9 ára stúlkuna þá þorðu þessir vesælu biskupar ekki öðru en að gefa eftir undan almenninsálitinu sem var nánast að taka þá af í beinni. Ekki reyna að segja að aumingja barnið hafi þurft að ganga með fóstrið.
Ég þarf ekki að lesa neinar af þínum trúargreinum til að vita eitt eða neitt um fortíðina. Ég vel mér hvað ég les. Ég man að ég las um Galleleo þegar hann var settur í fangelsi fyrir vísindalegar tilraunir sína og niðurstöður sem voru andstæðar stefnu kaþólsku kirkjunar. Fleiri þurfti að sæta ofsóknum af höndum kirkjunar vegna vísindaskoðana sem voru í berhögg við það sem kirkjan og páfagarður boðaði. Vísindarit forn Grikkja voru brennd á báli til að koma í veg fyrir að þau færu fyrir augu almennings. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á rannsóknarréttinn og það sem honum fylgdi það er of hræðilegt til að vera að gera hér.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:18
Hvaða "vísindarit forn Grikkja voru brennd á báli til að koma í veg fyrir að þau færu fyrir augu almennings," Þorvaldur, og hvenær? Þu talar um þetta í beinu framhaldi af því að nefna kirkjuna og páfagarð, en gerir þú þér grein fyrir því, að þegar vísindarit Forn-Grikkja bárust til Ítalíu og Frakklands í lok 12. og byrjun 13. aldar, þá tóku kirkjunnar menn þeim yfirleitt tveimur höndum? Síðar, þegar þrengdi að Austrómverska ríkinu, bárust fleiri rit vestur á bóginn og var einnig vel tekið.
Þú átt eftir að leiðrétta þig með þína flatjarðarkenningartilgátu. Líttu annars í rit frænda míns, dr. Þorsteins Vilhjálmsonar, eðlisfræðings og vísindasagnfræðiprófessors, Heimsmynd á hverfanda hveli, og skoðaðu hvað hann segir um þetta mál!
"Ég held að þú hljótir að vera nægjanlega vel lesinn til að sjá að hvatning virta manna hér áður fyrr(fyrir meira en 100 árum eða svo) fyrir skírlífi var eingöngu til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómar(kynsjúkdómar) breiddust út. Þetta er staðreynd sem verður ekki hrakinn" (sic) – svo kemstu að orði, en ferð með rangt mál. Tilgangurinn var engu síður og raunar miklu fremur að tryggja börnum uppeldi í fjölskyldu, tryggja hag þeirra og gott atlæti. Ennfremur er það líka tilgangur í sjálfu sér að halda aftur af girndum, en rækta dygðir.
Gef mér ekki tíma í fleiri svör í bili, en rangt ferðu með margt. Er ekki rétt að halda sér við umræðuefnið? – hefðurðu nokkuð upp úr því að fara út í aðra sálma?
Jón Valur Jensson, 17.3.2009 kl. 17:40
Ok höldum okkur við efnið. Hvað er að því að nota smokka almennt og pilluna??? Hvað er það í biblíunni sem mælir á móti því? Er einhvers staðar málsgrein um þetta???
Ennfremur er það líka tilgangur í sjálfu sér að halda aftur af girndum, en rækta dygðir.
Hvaða girndir ert þú að tala um??? Mig grunar líkamlegar girndir. Hvað er að líkamlegum girndum, eru þær mikið verri en efnislegar girndir? Mesta vandamál sem maðurinn stendur fram fyrir í dag er mannfjölgun og ein leið til að koma í veg fyrir slíkt er að nota pilluna og að nota smokka. Kaþólska kirkjan er á móti slíku og þess í stað hefur mannfjölgun verið stjórnlaus í kaþóskum löndum til dæmis í S-Ameríku sem hefur leitt til mjög lélegra kjara fólks. Kirkjan vill sem sagt frekar allar fjölskyldur verið 10-12 manna fjölskyldur með tilheyrandi fátækt. Þokkalegt er það ekki? Kaþóska kirkjan ætti að ganga fram og viðurkenna smokkinn og pilluna og stuðla af betri kjörum fólks í stað þess að berjast á móti straumnum vonlausri baráttu. Það vita það allir að pillan og smokkurinn eru notuð grimmt í þessum löndum og páfinn er alveg nógu skynsamur til að vita það.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:32
Ef það væri nú svona einfalt, Jón Valur... Auðvitað hefur Páfinn áhrif út fyrir hóp kaþólikka, og sérstaklega út fyrir þann hóp sem mætti kallast "sannir kaþólikkar". Annað væri "einkennileg hugsun", og sérstaklega hjá manni sem er mikið að pæla eins og þú, Jón Valur virðist gera.
Morten Lange, 17.3.2009 kl. 21:45
"Mesta vandamál sem maðurinn stendur fram fyrir í dag er mannfjölgun," segir Þorvaldur.
En í 1. lagi hefur hann enga sönnun fyrir þeirri fullyrðingu, og í 2. lagi er það hæpin leið til að hægja á mannfjölgun í 3. heiminum að stuðla að lauslæti fólks þar. Já, bæði pillan og smokkurinn gefa því viðhorfi undir fótinn, að kynlíf sé og eigi að vera auðvelt og aðgengilegt og ekki kosta neina ábyrgð barneigna; afleiðingin er meira lauslæti og fjölgun kynmaka. Svo þegar taumleysið leiðir til "slysa" – að smokkurinn eða notkun hans bregðist, að pillan gleymist eða fólk gæti sín ekki í vímu – og þegar þetta leiðir til þungunar, þá er kominn upp nýr þrýstingur á fósturdeyðingu sem leið frá ábyrgðinni, og þannig stuðlar þessi lausungar- og getnaðarvarnahyggja í raun að mörgum óumbeðnum þungunum og bætir enn á flóð fósturvíga í veröldinni, en þar að auki leiðir þetta í mörgum öðrum tilvikum til fleiri fæðinga. Q.e.d.
Þorvaldur, þú átt eftir að svara mér með tvennu: 1) viðurkenningu á flatjarðarvillu þinni, 2) ábendingu um hvenær kirkjan/páfagarður var að brenna vísindarit Forn-Grikkja á báli, eins og þú hélzt fram.
Gangi þér vel við svörin.
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 01:44
Jón Valur: Í fyrsta lagi átelur þú mig fyrir að fara út fyrir ramma þess sem verið er að ræða hér þ.e. Páfinn vs. getnaðarvarnir. Síðan kemur þú með flatjarðarvillu og bókarbrennur!!! Undarlegt!! Á það ekki að vera önnur umræða? Þú virðist hafa meiri áhyggjur af lausungar og getnaðarvarnarhyggju heldur en eyðingu skóga og of offjölgun. Hvaða taumleysi ert þú að tala um? Fólk er ekki eins og kaþólskir prestar á ungum drengjum heldur verður að treysta því til að hafa sín eigin höft. Forræðishyggja er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni það veist þú ósköp vel. Páfinn og kaþólska kirkjan er bara ekki að lesa raunveruleikann eins og hann blasir við fólki. Þeir tróna í sínum fílabeinsturnum og segja fólki hvernig það á að lifa lífinu. Þetta er algerlega út úr kortinu og það tekur engin mark á þeim. Að segja fólki (sérstaklega ungu fólki) að það eigi að iðka dygðir í stað þess að iðka kynlíf er álíka bjánalegt og að skilja hóp af 5 ára krökkum eftir í húsi fullu af sælgæti og segja við það "Guð vill ekki að þið fáið ykkur sælgæti". Heldur þú að það mundi virka??? Aldeilis ekki. Páfinn er algerlega sneiddur því að skilja mannlegar kenndir (kynferðislegar) þar sem hann er algerlega óreyndur á því sviði og ætti þess vegna ekkert að skipta sér að þannig málum. Hann ætti að einbeita sér að andlegum málefnum. Páfinn er kominn á stall þar sem hann hvorki skilur né getur skilið hvað líf fólks gengur út á né veit út á hvað það gengur. Þannig er þetta bara. Tökum bara dæmi um unglinga á Íslandi og horfðust í augu við raunveruleikann, hvernig hugsar ungt fólk um kynlíf? Alls ekki eins og eitthvað saurugt eins og þú ert að reyna að koma að. Það hugsar einnig um að kynlíf eigi alls ekki að vera endilega bundið við gift fólk. Það er bara útópía sem þú og fleiri lifið í. Á Íslandi er frekar lítið um fóstureyðingar VEGNA ÞESS að fólk notar almennt getnaðarvarnir. Einnig hefur HIV smitum snarfækkað og er núna eingöngu bundin við sprautufíkla. Það er ekki páfanum að þakka heldur smokknum. Svona er lífið og þið kirkjunarmenn getið ekki endalaust haldið áfram að berja hausnum við stein og óska eftir einhverrri guðlegri útópíu hér á jörð.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 09:54
Þú, Þorvaldur, hófst umræðuna um brennu vísindarita Forn-Grikkja á vegum páfagarðs, og þín er flatjarðarvillan – ætlarðu að fara að segja okkur, að þú sért klumsa og getir ekki svarað mínum einföldu spurningum þar um?
Er tímabundinn og svara hinu frá þér seinna í dag.
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 11:00
Ég veit að ég hóf umræðuna og fór út fyrir umræðuefnið eins og þú kvartaðir sáran yfir. Þegar ég kem síðan með rök í umræðunni sem var í gangi þá ferð þú að togast í þeirri umræðu sem þú varst að gagnrýna áður. Þetta kallast að vera í mótsögn við sjálfan þig. Hefur þú kannski ekki rök við því sem ég sagði síðast eða??? Ég skal gjarnan taka bókarbrennuna og allt það til umræðu. Svo ég komi hreint fram þá fór ég aðeins að hugsa málið þá skal ég alveg viðurkenna að það var sólmiðjukenningin sem ég er að rugla við "jarðflatarkenninguna". Persónulega finnst mér það alveg jafn galið.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:17
Sólmiðjukenningin? Ætli þú eigir ekki við jarðmiðjukenninguna!
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 16:28
Stefán, ég komst nú ekki yfir þessa bók en fann umsagnir um hana á netinu og helstu niðurstöður hennar virðast vera þær að mikilvægt sé að stuðla að menntun kvenna sem og að auka sjálfsákvörðunarrétt þeirra til að ákveða fjölda barna sem þær eignast. Þannig muni mannfjöldi takmarkast vegna sjálfsákvörðunarréttar því konur muni ekki kjósa sem flest börn heldur sem best líf fyrir þau börn sem þær eignast.
Ég sé ekki að þetta sé á neinn hátt andstætt stefnu Páfagarðs og fann engar tilvísanir um kaþólsku kirkjuna í þessum umsögnum. Getur verið að það sé ekki minnst á hana í bókinni? Páfagarður hefur einmitt lagt mikið upp úr menntun kvenna og rekur fjölda skóla víða um lönd.
Menn tala gjarnan eins og það sé beint orsakasamhengi á milli framboðs getnaðarvarna og takmörkunar barneigna, þ.e. virðast gera ráð fyrir sér að án tilgerðra getnaðarvarna muni mannkyninu fjölga með veldishraða, eða í líku hlutfalli og gersveppir. Í þeim umsögnum um bókina sem þú vísar í er hinu gagnstæða haldið fram, þ.e. að fólk og sérstaklega konur hafi um aldir takmarkað með ýmsum ráðum fjölda barna sinna.
Menn hafa líka mistúlkað og misskilið afstöðu Páfagarðs gegn tilgerðum getnaðarvörnum á þá lund að kaþólska kirkjan sé á móti fjölskylduáætlunum. Það er útbreiddur og algengur misskilningur. Það eina sem ég hef heyrt frá þeim um það málefni var ávarp Jóhannesar Páls II líklega í tilefni af mannfjöldaráðstefnunni í Kaíró 1994. Þar sagði hann að hjón þyrftu að áætla vandlega hvort þau hefðu efni á að eignast þriðja barn. Engan prest eða preláta hef ég heyrt boða stjórnlausa og ábyrgðarlausa fjölgun. En kannski þér sé kunnugt um einhverjar svoleiðis predikanir?
Enn ber að nefna að Páfagarður hefur einmitt boðað hjónum náttúrulega aðferð til getnaðarvarna. Nokkuð sem ætti að gleðja höfund bókarinnar sé hann umhverfisverndarsinni því þeir hljóta að vera hlynntir þeirri tegund takmörkunar, eða eigum við að trúa því að þeir leggi blessun sína yfir þá gífurlega magn af latexgúmmí sem þyrfti að framleiða og allan þann úrgang sem það myndi skapa ef framleiða ætti smokk fyrir þó ekki væri nema einn tíunda af öllum kynmökum sem fram fara í heiminum?
Enn fremur mætti gleðja umhverfisverndarsinna að með því að nota hina náttúrulegu aðferð þá ætti að draga úr estrogen mengun vatna sem hingað til hefur verið feimnismál og hefur ekki ratað í kastljós hinnar vestrænu pressu. Prófaðu að gúgla estrogen pollution og sjáðu hvað þú finnur.
Á fátækum stöðum Afríku og Rómönsku Ameríku þar sem nauðsynleg lyf og sjúkragögn vantar er náttúruleg takmörkun að líkindum raunhæf aðferð til að takmarka barneignir því það eina sem þarf er fræðsla, engu þarf að kosta til öðru en dálitlum tíma, sennilega jafn miklum tíma og fer í að kenna fólki t.d. að nota pillur til sama verks. Ég hef ekki kynnt mér þessi mál sérstaklega en mig grunar að nunnur víða um heim kynni þessar aðferðir fyrir kaþólskum konum.
Bent hefur verið á barnmargar fjölskyldur í kaþólskum löndum sem afleiðingu af skorti á getnaðarvörnum en ástæðurnar eru að líkindum flóknari, líklega spilar barnvæn menning ekki síður þar inn í sem og skortur á almannatryggingum fyrir aldraða og öryrkja. Fátækt verður heldur ekki útrýmt með því að fækka fólki heldur frekar með því að bæta menntun, fjölga atvinnutækifærum og koma á fót almannatryggingum.
Það verður þó að viðurkennast að innan kirkjunnar eru aðilar sem hafa farið offörum í þessum getnaðarvarnarmálum og sett þau á oddinn nánast eins og um meginatriði trúarinnar sé að ræða. Nefna mætti Francisco Chimoio kardínála í Mósambik sem sorglegt dæmi um mann sem gengur of langt og varpar rýrð á kirkjuna og boðskap hennar. Dæmi um óábyrgar yfirlýsingar hans finnurðu hér.
Það er því hægt að taka undir óskir um að Benedikt páfi muni nú ná að nálgast þetta mál á nægilega nærgætinn hátt og skynsamlegan og orð hans muni vera það vandlega valin að þau verði hvorki mistúlkuð né misskilin.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.3.2009 kl. 21:37
Á þetta að vera fyndið?
Jón Hreggviðsson, 22.3.2009 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.