27.3.2009 | 13:15
Ég hef nógan tíma!
Á dögunum var ég á dálitlu málþingi utan landsteinanna, þar sem fólk kvartaði mikið undan tímaskorti. Í tilefni af því vil ég taka fram að ég hef nógan tíma! Ég fékk nefnilega helling af tíma í vöggugjöf. Þessum tíma get ég skipt út fyrir hvaðeina sem mig langar í, svo sem samveru með fjölskyldu og vinum, hlaup og aðra útiveru, leikhúsferðir, bækur, skraut og bíla, svo eitthvað sé nefnt. Til hægðarauka notast ég reyndar oft við millistigið peninga. Peninga get ég fengið í skiptum fyrir tíma. Það er kallað að vinna.
Ég hef sem sagt nógan tíma. Spurningin er bara hvað ég kýs að fá í skiptum fyrir hann! Ég hef frjálst val um það! Þetta snýst sem sagt bara um forgangsröðun. Það er hreinlega ekki sæmandi að kvarta um tímaskort, hafandi fengið þessa ríkulegu vöggugjöf!
Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hversu stór vöggugjöfin var. En líklega var hún um 696.020 klukkustundir, miðað við meðalævilengd íslenskra karlmanna (79,4 ár). Einhvern tímann gengur sjóðurinn til þurrðar, en það væri hrein tímasóun að velta því fyrir sér hvenær það muni gerast. Þangað til á ég nóg! Nú er bara að njóta ríkidæmisins og skipta því ekki út fyrir neitt sem er fánýtt og leiðinlegt!
Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég ekki bloggað síðustu 10 dagana. Það er ekki vegna þess að ég hafi ekki haft tíma til þess, heldur vegna hins að ég kaus að nota tímann í annað.
Ég mæli eindregið með að áhugafólk um tímann lesi bókina Tíu þankar um tímann eftir Bodil Jönsson. Ég er svo heppinn að góður vinur minn skipti einu sinni hluta af sínum tíma út fyrir þessa bók og gaf mér. Kannski segi ég ykkur meira frá þessari bók seinna, kannski spyrjið þið mig út í hana, eða kannski kaupið þið hana einhvers staðar ef hún er ekki uppseld. Þið megið þá alveg kippa með ykkur bókinni Í tíma og ótíma eftir sama höfund.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Þetta voru svo sannarlega orð í tíma töluð! Hættum þessu tímatali alltaf hreint - og þýðum bókina hennar Bodil, hún væri upplífgandi fyrir okkur öll!
Birna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:02
Næsti bær við þennan eilífa tímaskort fólks held ég að sé þegar fólk getur ekki einu sinni verið almennilega til staðar þar sem það er, heldur er eilíft að tala um að það þurfi að fara, hangir í símanum og svo framvegis. Svona fær aðra til að fá það vel og vandlega á tilfinninguna að þeir séu virkilega að tefja fyrir viðkomandi og trufla hann.
Fríða (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.