29.3.2009 | 18:04
ESB má bíða
Ég er í sjálfu sér sammála Jóhönnu Sigurðardóttur um að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla hafi lítinn tilgang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evrópusambandinu. Á þessu stigi finnst mér þó minnstu máli skipta hvort kosið er einu sinni eða oftar. Við þurfum einfaldlega að vinna heimavinnuna okkar áður en við getum byrjað að tala um ESB-aðild að neinu viti.
Aðildarviðræður snúast um samninga. Og við höfum einfaldlega enga samningsstöðu eins og nú er ástatt fyrir okkur. Það er ekki vænlegt til árangurs að koma skríðandi að samningaborði. Kannski hefðum við átt að vera komin þarna inn fyrir löngu, en úr því sem komið er eigum við þann kost einan að slá málinu á frest, hvort sem við erum í hjarta okkar með eða á móti aðild.
Öðru hef ég furðað mig mjög á í allri þessari Evrópuumræðu. Það er hversu litla tilburði menn hafa sýnt til að rýna í framtíð ESB. Það er engu líkara en að menn haldi að ESB muni standa óbreytt um ókomin ár. En þannig verður það ekki. Sambandið er í stöðugri þróun. Við getum jafnvel vænst þess að sambandið verði orðið töluvert öðruvísi en það er í dag áður en 5-10 ár eru liðin, hvað þá ef skyggnst er 15-20 ár fram í tímann. Við munum sem sagt aldrei ganga inn í ESB dagsins í dag. Við munum í fyrsta lagi ganga inn í ESB morgundagsins. Umræðan um aðild verður þess vegna að taka mið af bestu spám um það hvernig ESB muni líta út þegar að hugsanlegri aðild kemur - og á næstu áratugum þar á eftir!
Það er erfitt spá, bæði um framtíð Íslands og ESB. En hvorugt mun standa í stað! Augljósustu breytingarnar á ESB tengjast stækkun sambandsins til suðausturs. Þjóðir Vestur-Evrópu munu smám saman fá minna vægi innan sambansins, en vægi þjóða sunnar og austar í álfunni mun aukast. Um leið og þungamiðja sambandsins færist til suðausturs mun ásýnd þess og menning breytast. Ríki á Balkanskaga fá vaxandi vægi, svo ekki sé nú talað um þau áhrif sem hugsanleg aðild Tyrklands myndi hafa.
Við komumst ekkert hjá því að vinna heimavinnuna okkar. ESB má bíða, eða verður öllu heldur að bíða, þangað til sú vinna er komin vel á veg. Og við skulum heldur ekki gera þau mistök að halda að þegar við verðum tilbúin til inngöngu verði Evrópusambandið eins og það er í dag. Við lifum á tímum örra breytinga!
Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Algerlega sammála.
Frosti Sigurjónsson, 29.3.2009 kl. 18:46
Algerlega sammála og þó að ég sé harður andstæðingur ESB aðildar, þá þykir mér gott að sjá að til eru skynsamir menn sem jafnvel vilja ESB aðild eihvern tímann skuli sjá að tíminn til þess að gera þetta núna er kolrangur og mun aldrei gagnast hagsmunum þjóðarinnar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 19:39
Er nokkuð að því að við skilgreinum skýr samningsmarkmið og óskum eftir viðræðum á grundvelli þeirra? Þ.e. full yfirráð yfir auðlindum og hraðferð inn í evrusamstarfið. Við þurfum ekki að gefa okkur fyrirfram að EB fari að nýta sér erfiða stöðu okkar. Það eru mörg önnur evrópulönd í erfiðri stöðu líka.
Held að við verðum að láta reyna á þetta. Ekki síst til þess að geta unnið að framtíðarstefnumótun landsins án þess að þetta mál sé alltaf að flækjast fyrir.
Þorsteinn Sverrisson, 29.3.2009 kl. 21:05
NEI, ESB má ekki bíða. Við þurfum að fara í aðildaviðræður og ákvarða hvernig við viljum hafa þessi mál. Viljum við þykkja löggjafir frá Brussel án þess að hafa nokkuð um þær að segja eða viljum við hafa áhrif í samfélagi þjóðanna, áhrif á þau mál sem varða okkur beint.
Þetta er ekki löng leið eftir í ESB, við erum þegar 3/4 inn í sambandinu. Það sem stendur útaf eru að meginhluta Sjávarútvegs og landbúnaðarmál. Þetta eru málaflokkar sem eru flóknir, erfiðir og þ.s. breytinga er þörf. Meðalaldur bænda er um 50 ár og fiskveiðistjórnunarkerfið í núverandi mynd brýtur á mannréttindum skv dómi.
Þótt það sé þægileg patent lausn að huma hlutina fram af sér og óska sér þess að þeir leysist af sjálfu sér. Að draga sig inn í hýði sitt er engin lausn, afneitun og einangrun og að óttast að takast á við vandan leysir ekki neitt fyrir íslendinga. Sú einangrunarhyggju sem þú ert að mæla fyrir mun bara gera vanda okkar dýpri.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:21
Ég mótmæli! Ég er ekki að mæla fyrir einangrunarhyggju!
Stefán Gíslason, 30.3.2009 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.