30.3.2009 | 09:21
Er „klíka“ góð þýðing á „Major Economies Forum“?
Hvers vegna skyldi mbl.is gefa því sem Hvíta húsið kallar Major Economies Forum on Energy and Climate nafnið Loftslagsklíka? Er ekki einhver, sem er betri í ensku en ég, til í að lesa frétt BBC sem umfjöllun mbl.is er byggð á - og segja mér hvort þetta sé eðlileg þýðing?
Obama stofnar loftslagsklíku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ég rak einmitt augun í þetta. Ég er nú enginn þýðandi, en ég hefði þýtt þetta sem: Stóran efnahagsumræðuhóp um orku- og loftslagsmál. Ef þeir á mbl.is vilja kalla þetta klíku, þá hefðu þeir allt eins getað kalllað þetta Orku-og loftslagsklíku.
Loftslag.is, 30.3.2009 kl. 09:34
Mikið væri málið okkar fátækt ef þetta ætti að teljast eðlileg þýðing. Íslenskan er svo skemmtileg að það er hægt að búa til samsett orð en þarna er það alls ekki viðeigandi. Kannski blaðamanninn vanti þýðingu á enska orðinu "forum"? Umræðuhópur er kannski óþjált orð. En klíka hefur bara alls ekki sömu merkingu í mínum huga.
Fríða, 30.3.2009 kl. 10:02
Skellum þessu bara í nefnd - Obama stofnar orku-og loftslagsnefnd
Loftslag.is, 30.3.2009 kl. 10:22
Jú Stefán mér finnst þetta mislukkuð þýðing. Ekki minnst af því að orðið "klika" hefur mjög svo neikvæða merkingu. Ég vona svo sannarlega að mbl sé ekki að reyna að gera lítið úr þessu framtaki með þessari orðanotkun.
Ekki dettur mér nú samt neitt gott í hug þó það eigi að heita að þýðingar séu mitt aðal starf.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 05:28
"Samráðsvettvangur" sem þýðing fyrir "Forum"?
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.