Leita í fréttum mbl.is

Er „klíka“ góð þýðing á „Major Economies Forum“?

Hvers vegna skyldi mbl.is gefa því sem Hvíta húsið kallar „Major Economies Forum on Energy and Climate“ nafnið „Loftslagsklíka“? Er ekki einhver, sem er betri í ensku en ég, til í að lesa frétt BBC sem umfjöllun mbl.is er byggð á - og segja mér hvort þetta sé eðlileg þýðing?
mbl.is Obama stofnar loftslagsklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftslag.is

Ég rak einmitt augun í þetta. Ég er nú enginn þýðandi, en ég hefði þýtt þetta sem: Stóran efnahagsumræðuhóp um orku- og loftslagsmál. Ef þeir á mbl.is vilja kalla þetta klíku, þá hefðu þeir allt eins getað kalllað þetta Orku-og loftslagsklíku.

Loftslag.is, 30.3.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Fríða

 Mikið væri málið okkar fátækt ef þetta ætti að teljast eðlileg þýðing.  Íslenskan er svo skemmtileg að það er hægt að búa til samsett orð en þarna er það alls ekki viðeigandi.  Kannski blaðamanninn vanti þýðingu á enska orðinu "forum"?  Umræðuhópur er kannski óþjált orð.  En klíka hefur bara alls ekki sömu merkingu í mínum huga.

Fríða, 30.3.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Loftslag.is

Skellum þessu bara í nefnd - Obama stofnar orku-og loftslagsnefnd 

Loftslag.is, 30.3.2009 kl. 10:22

4 identicon

Jú Stefán mér finnst þetta mislukkuð þýðing. Ekki minnst af því að orðið "klika" hefur mjög svo neikvæða merkingu. Ég vona svo sannarlega að mbl sé ekki að reyna að gera lítið úr þessu framtaki með þessari orðanotkun.

Ekki dettur mér nú samt neitt gott í hug þó það eigi að heita að þýðingar séu mitt aðal starf.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 05:28

5 identicon

"Samráðsvettvangur" sem þýðing fyrir "Forum"?

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband