Leita í fréttum mbl.is

Frábær göngukort af Vestfjörðum

Göngukort Vestf 123Á dögunum komu út þrjú síðustu göngukortin af Vestfjörðum. Þar með er búið að kortleggja gönguleiðir um fjórðunginn allan. Nýju kortin ná yfir norðurhluta Vestfjarða, allt frá Arnarfirði, norður um Hornstrandir og suður til Steingrímsfjarðar. Áður höfðu komið út fjögur kort með gönguleiðum á syðri hluta Vestfjarðakjálkans ásamt Dalasýslu. Alls eru kortin því orðin 7 talsins.

Ferðamálasamtök Vestfjarða gefa kortin út, og er þetta langviðamesta verkefni sem samtökin hafa ráðist í til þessa. Kortin eru afar skýr og auðveld í notkun, með gps-punktum og öðrum grunnupplýsingum sem eru ómissandi fyrir þá sem leggja upp í göngur og hestaferðir um svæðið. Eins nýtast kortin sérstaklega vel fyrir fjallvegahlaupara, sem nú hafa betri tækifæri en nokkru sinni fyrr til að skipuleggja skemmtilega fjallvegahlaup vestra!
Happy

Gönguleiðakort Ferðamálasamtaka Vestfjarða verða seld á öllum helstu ferðamannastöðum á svæðinu. Auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að nálgast þau liggur þó vafalítið um netverslun Strandagaldurs.  Slóðina er auðvelt að muna. Hún er einfaldlega www.strandir.is/gongukort.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú þyrftir að prófa Sandsheiðina sem liggur milli Rauðasands og Barðastrandar. Leiðin liggur frá Móbergi inn að Holti (eða öfugt). Betra er að hlaupa austur því hækkunin er meira afleiðandi þeim megin frá. Hún er ca 15 km löng með um 500 m hækkun. Hún fellur þannig undir öll þín skilyrði. Fór hana í fyrra í fyrsta sinn í 42 ár. Skemmtileg leið.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband