Leita í fréttum mbl.is

Óþörf orð rýra málið

Mér leiðist þegar fólk skýtur inn óþörfum aukaorðum í texta, t.d. óþörfu aukafrumlagi, eða hvað það nú annars heitir það ágæta lag. Oftast er það auðvitað smekksatriði hvort aukaorð séu til þess fallin að auðga textann eða rýra, en í dag rakst ég á setningu á mbl.is sem ég tel vera dæmi um hið síðarnefnda:

Alls voru 24 keppendur frá Íslandi sem tóku þátt í mótinu og hömuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum

Mér hefði fundist setningin betri svona:

Alls tóku 24 keppendur frá Íslandi þátt í mótinu og hömpuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum

Þegar búið er að skrifa texta, er það í senn góð hugmynd og góð æfing að lesa hann yfir með niðurskurðargleraugum og prófa að taka út einstök orð. Ef textinn er jafngóður eða betri eftir, þá hefur orðið mátt missa sín.

Þetta var málfarsnöldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

"Íslenskir keppendur voru 24 og hömpuðu (þeir) sex Norðurlandameistaratitlum"

Kveðja!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 15:22

2 Smámynd: Hlédís

Sex orða saga:

"Íslensku keppendurnir 24  hömpuðu sex Norðurlandameistaratitlum"

Frekari niðurskurður kemur niður á upplýsingunum

Hlédís, 15.4.2009 kl. 15:27

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þörf ábending. Góð Hlédís!

Sveinn Ingi Lýðsson, 15.4.2009 kl. 18:19

4 identicon

Ég fagna mjög svona „málfarsnöldri“ og mætti vera meira af því á bloggsíðum. Dvalarhorfsáráttan (Dæmi: „Ég er ekki að skilja þetta …“ og önnur viðlíka) virðist því miður ekki á undanhaldi; þar étur hver eftir öðrum. Og svo er eins og fólk (og ekki síst stjórnmálamenn) hafi gleymt því að til eru fleiri lýsingarorð en „gríðarlegur“. Þvílíkur smitsjúkdómur!

Gunnar Guttormsson (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Hlédís

Gunnar, Sveinn Ingi og Stefán!

Ég er að eiga afskaplega erfitt með að taka sumu í málfars-þróuninni.

Hlédís, 15.4.2009 kl. 22:26

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Stefán, það er bráðnauðsynlegt að sýna aðhald í afturfarsmálum hins svala tungumáls okkar. Ehemm.

Vonandi geta Moggamenn ráðið þig til að lesa yfir vefgreinar og taka aðeins til í þeim. 

Ólafur Þórðarson, 16.4.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband