Leita í fréttum mbl.is

Ég vil nú samt stjórnlagaþing!

Það virðist ljóst að núverandi þingi takist að klúðra stjórnlagaþinginu. Ég er ósáttur við þessi málalok, því að hugmyndin um stjórnlagaþing er að mínu mati ein af sterkustu hugmyndunum sem komið hafa fram þessa síðustu mánuði og miða að því að fela þjóðinni um stundarsakir hluta af þeim verkefnum sem þjóðin hefur lengi treyst þinginu fyrir, en þinginu hefur mistekist að leysa. Hvers vegna nota menn ekki þetta tækifæri til að byggja upp samband þings og þjóðar? Hvernig í ósköpunum geta menn verið svona tregir? Getur krafan um breytingar orðið öllu augljósari en hún hefur verið síðustu mánuði? Hvers vegna ætti þjóðin að setja allt sitt traust á þá sem brugðist hafa trausti hennar?

Hugmynd sjálfstæðismanna um sérstaka nefnd er svo sem ágæt. En væntanlega myndi þingið skipa þessa nefnd - og þar með væri allt sem fyrr. Það er nefnilega stór munur á þingskipaðri nefnd og þjóðkjörinni!

Annars eigum við þetta kannski bara skilið. Enginn fær víst verri stjórnvöld en hann kýs sér. Valdið er hjá fólkinu, ekki satt. Kannski erum við bara sátt við að láta drösla okkur upp á fljótsbakka fortíðarinnar í stað þess að leggja upp í hina óumflýjanlegu vegferð yfir fljótið. Verði okkur að góðu!


mbl.is Ekki samkomulag í nefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég vil líka stjórnlagaþing. Það er hins vegar ljóst að þessi helbláa stjórnarandstaða ætlar að hanga á því að einungis þeim þóknanlegir komist að þeim þáttum sem máli skipta. Það skal hangið á völdum og áhrifum hvað sem tautar og raular.

Þeirra völdum! Annað skiptir helbláa ekki máli.

Haraldur Rafn Ingvason, 16.4.2009 kl. 19:33

2 identicon

Ég vil líka stjórnlagaþing.  Fyrst að Alþingi kom þessu ekki í gegn, er þá ekki bara eðlilegt að þjóðin taki sig til og skipuleggi sitt eigið stjórnlagaþing.  Og kjósi svo um nýju stjórnarskrátillöguna.  Ég er til í að stofan félag um undirbúning stjórnalagþings þjóðarinnar.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:08

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála öllum hér.

Finnur Bárðarson, 17.4.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband