Leita í fréttum mbl.is

Við erum ekki of neitt til neins!

Rita Levi-MontalciniÞessi frétt um Ritu Levi-Montalcini minnir okkur á að maður er aldrei „of eitthvað til einhvers“. Hættum að rýna í ártalið og tala um að „maður sé nú kominn á þennan aldur“ o.s.frv. Það er bara vandræðalegt að heyra jafnaldrana, einhverja karla um fimmtugt, tala um að þeir séu að verða of gamlir til einhvers. Ellin kemur þegar hún kemur, en það er alveg óþarfi að reyna að laða hana til sín með væli. Eða eins og Rúni Júl sagði: „Það er nógur tími til að hugsa um dauðann eftir dauðann, njóttu lífsins meðan kostur er“!

Ég held að það hafi verið Trausti Valdimarsson, læknir og ofurhlaupari, sem hafði það á orði, að algengustu mistök sem fólk gerði, væri að halda að það væri „of eitthvað til einhvers“. Mistök eru til að læra af þeim. Hættum þessu væli. Við stöðvum ekki „tímans þunga nið“, en þó allra síst með því að telja niður í ellina! 


mbl.is Elsti nóbelsverðlaunahafinn 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband