24.4.2009 | 17:27
Flytjum við inn vatn frá Tyrklandi?
Á þriðjudaginn leit ég við í Krónunni í Mosfellsbæ á leiðinni heim af einhverjum fundi í Reykjavík. Geri þetta stundum, því að í Krónunni er nefnilega gott úrval af lífrænum matvörum, þ.m.t. haframjöli og múslíi, á góðu verði. Þessi verslunarferð væri nú ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá sök að í einu kæliborðinu rakst ég á nokkrar litlar vatnsflöskur, sem greinilega voru ekki íslenskar að uppruna. Þetta vakti forvitni mína, því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að vera að flytja inn vatn. Mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út. Ég fór sem sagt að rýna eitthvað í letrið á þessum flöskum, sem voru eins og fyrr segir litlar, kannski svona 0,3 lítrar eða þar um bil. Á flöskunum stóð Kildevand, og sitthvað fleira sem ég entist reyndar ekki til að lesa allt. En áletrunin var sem sagt öll á dönsku. Eftir því sem ég komst næst var þetta bara ósköp venjulegt lindarvatn, svona eitthvað í líkingu við það sem Reykvíkingar fá úr Gvenndarbrunnum fyrir lítinn pening. Alla vega var engin kolsýra í þessu, því að flöskurnar voru áberandi linar. Mér fannst frekar merkilegt (d: mærkeligt) þarna sem ég stóð, að við skyldum vera að flytja inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá jafnvel fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég fór að rýna betur í hvar þetta væri framleitt. Þá sá ég nefnilega ekki betur en að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi.
Getur verið að við flytjum inn vatn frá Tyrklandi? Hlýt ég ekki bara að hafa verið eitthvað ruglaður þennan dag, með fundareitrun eða eitthvað? Sækjum við kannski stundum vatnið yfir lækinn? Nennir ekki einhver að sýna mér fram á að þarna hafi mér skjátlast? Ég mun taka slíkri leiðréttingu fegins hendi! Þangað til ætla ég að drekka vatn úr krananum heima hjá mér!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er merkilegt. Tókstu eftir dagsetningunni? Er þetta ekki eitthvað 2007-dæmi. Þá var ruglið í algleymingi. Þú hefur sjálfsagt getað keypt tveggja ára Tyrkneskt vatn flutt inn til Íslands með viðkomu í Danmörku. Eða getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?
Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2009 kl. 18:00
Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Ég hef oft rekið augun í þetta, ekki nema von að hér séu nú gjaldeyrishöft ef miðað er við í hvað við eyðum honum.
Annað finnst mér mjög slæmt að íslenskt vatn er selt dýrum dómum í verslunum 10-11. kostar 2 L flaska 200 kr. síðast þegar ég gáði. Hef ég séð útlendinga byrgja sig upp af vatni strax í Leifsstöð. Þetta er arfavitlaust og mengandi að setja þetta í plastflöskur auk þess sem þetta eyðileggur algjörlega okkar góða orðspor um hreint vatn.
Andrea (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:58
„Rakin snilld“ eða þannig.
Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 20:17
Er ekki fiskur úr Norðursjó í Bónusi
Einu sinni sá ég danskan þorsk í Hagkaupum
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:30
Smáviðbót.
Hægt er að fá "danska" kjúklinga sem eru ræktaðir í Chile, fluttir frosnir til Danmörku, pakkað þar sem danskri vöru og selt á Íslandi sem danskir - og borðist með "dönsku" vatni líka!
Jónas Egilsson, 24.4.2009 kl. 21:57
Innflutnings og kaupsýki landans er með svo miklum ólíkindum að mér kemur ekkert á óvart í þeim efnum. Mest skammast ég mín, af mínu þjóðerni, þegar ég heiri útlendinga gera grín að því hvað íslendingar eru mikið uppteknir af tískum.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 07:36
Þar eð ég þekki sæmilega vel til Stefáns Gíslasonar er ég þess fullviss að þetta sem hann segir er rétt. Í flestum öðrum tilvikum hefði ég ekki trúað þessu og afgreitt það sem hreinan tilbúning.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 11:32
Ef ég þekki þig rétt þá munt þú nú sennilega áfram drekka vatn úr krananum heima hjá þér jafnvel þó svo ólíklega vildi til að þetta væri misskilningur og vatnið væri ekki frá Tyrklandi...
Manni finnst nú eiginlega nógu bjánalegt að selja íslenskt vatn í flöskum dýrum dómum, þegar hægt er að fá jafngott vatn úr krönunum heima við - þó ekki sé verið að flytja það inn í þokkabók.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.