20.5.2009 | 11:07
Eru Norðmenn okkur fremri?
Þrettán stærstu bæir Noregs hafa sameinast um aðgerðir sem leiða munu til 35% samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, miðað við það sem var 1991. Bæirnir þrettán taka þátt í verkefninu Framtidens byer, sem norska umhverfisráðuneytið hleypti af stokkunum á síðasta ári í samstarfi við bæina. Verkefnið stendur til ársins 2014 og snýst um að finna leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar áhrif aðgerðanna voru kynnt í gær kom m.a. fram að með þessu næðu bæirnir enn betri árangri en stefnt er að í norsku loftslagssáttinni (Klimaforliket). Einnig kom fram að þegar tekið væri tillit til spár um fjölgun íbúa í bæjunum, samsvaraði árangurinn í raun allt að því 60% samdrætti í losun á hvern íbúa. Um leið myndu lífsgæði í bæjunum aukast, þar sem aðgerðirnar fælu m.a. í sér fjölgun hjólreiðastíga, minni bílaumferð, betri lausnir í fráveitu- og endurnýtingarmálum, auðveldari aðgang að endurnýjanlegri orku og aukna hæfni til að aðlagast loftslagsbreytingum.
Klausan hér að framan er tekin orðrétt upp úr Orðum dagsins í dag, en Orð dagsins eru eins og allir vita einn alöflugasti umhverfisfréttamiðill á Íslandi. Klausan vekur upp spurningar um hvað íslensk sveitarfélög aðhafist í loftslagsmálum. Satt best að segja hef ég ekki orðið var við mikla hreyfingu í þá átt, nema hjá Reykjavíkurborg. Þar er verið að leggja lokahönd á sérstaka loftlags- og loftgæðastefnu, ef hún er þá ekki bara þegar tilbúin.
Ég hef orðið var við að margir Íslendingar telja þjóðina vera nokkurn veginn stikkfrí í loftslagsmálum. Hér sé nefnilega notuð svo loftslagsvæn orka, að varla sé hægt að ná öllu betri árangri en þegar hefur náðst. Engu að síður eru Íslendingar þó í hópi þeirra þjóða sem losa allra mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa, enda þjóðin gríðarlega háð innfluttu jarðefnaeldsneyti!
Þeim skjátlast sem halda að við getum ekki borið okkur saman við nágrannaþjóðirnar hvað loftslagsmál varðar. Það er líka misskilningur að aðgerðir nágrannaþjóðanna í loftslagsmálum snúist nær eingöngu um að hætta að brenna kolum og olíu til upphitunar og rafmagnsframleiðslu. Þetta sést vel þegar skoðaðar eru þær aðgerðir sem norsku bæirnir 13 ætla að grípa til. Þær skiptast í fjóra flokka:
1. Vegasamgöngur
Bæirnir ætla að stuðla að vistvænni samgöngum, m.a. með samstarfi við atvinnulífið.
2. Orkunotkun í byggingum
Bæirnir ætla að vinna að bættri orkunýtingu, líka í samstarfi við atvinnulífið.
3. Úrgangur og neysla
Bæirnir ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með vistvænum innkaupum, nýsköpun í flutningum og þróun umbúða, breyttu neyslumynstri og aukinni endurnýtingu og endurvinnslu.
4. Aðlögun
Bæirnir ætla að búa sig undir loftslagsbreytingar og vinna með atvinnulífinu að því að draga sem mest úr óæskilegum breytingum og gera sér grein fyrir efnahagslegum afleiðingum.
Íslendingar eru ekki stikkfrí! Ég bíð spenntur eftir aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda, bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga. Gleymum því heldur ekki að þetta er líka ímyndarmál. Við eigum einfaldlega ekki að vera eftirbátar annarra á sviðum þar sem í þokkabót leynast fjölbreytt tækifæri til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar. Eitt af því fyrsta sem þarf að gera er að hrista upp í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Það er bara vandræðalegt að tala um 50-75% samdrátt í losun gróðurhúslofttegunda fram til ársins 2050, þegar fyrir liggur að iðnríkin þurfa að minnka losunina um allt að 95%!
Áfram Ísland!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Það er æði margt sem við vitum ekki um umhverfi okkar og náttúru, þar með talin loftslagsmál. Ég hef reynt að kafa ofan í þessi fræði og er sífellt að styrkjast í þeirri skoðun að IPCC/Al Gore kenningar og stefna sé ekki aðeins villugata heldur sé hún að leiða okkur inn í sóun fjármuna sem mun engu skila nema sóun, við ættum að vera búin að fá nóg af því að sóa fjármunum til einskis. Mér sýnist að þessi furðulegi hernaður gegn CO2 sé því miður ekki einungis vindmylluslagur, mér sýnist að allt hallist að því að aukning CO2 í andrumslofti sé frekar afleiðing þeirrar hlýnunar í andrúmslofti sem varð á síðustu öld frekar en orsök. Ég get enn ekki sannað það, það getur heldur enginn sannað það að CO2 sé orsök hlýnunar. Samt eru flest iðnþróuð ríki komin í hálsbrjótandi fjármunasóun til að berjast gegn þessum ímyndaða vágesti, CO2, sem er ein af dýrmætustu undirstöðum lífs á jörðinni. Bendi þér á að fara inn á blogg Ágústar H. Bjarnasonar <agbjarn.blog.is> og kynna þér kenningar Henriks Svensmark. Skoðaðu einnig vísindaniðurstöður sem komið hafa í ljós úr borkjörnum í Vostok stöðinni á Suðurskautinu.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 11:29
Áhrif CO2 í andrúmslofti á hitastig á jörðinni eru því miður hafin yfir vísindalegan vafa, enda byggir vitneskjan um þetta á einfaldri eðlisfræði sem menn hafa þekkt síðan á fyrri hluta 19. aldar. Al Gore er enginn kenningasmiður í þessu sambandi, heldur aðeins einn þeirra sem reynir að koma upplýsingum á skiljanlegu máli út til fólksins. Niðurstöður IPCC er einfaldlega það skásta sem við höfum, enda sameinast þar vísindasamfélag og stjórnvöld flestra þjóða heims. Hins vegar er þessi málaflokkur afar flókinn, því að margir fleiri þættir en styrkur CO2 hafa áhrif á loftslag og hitastig. En áhrif CO2 ein og sér eru vel þekkt og þjóðum heims ber skylda til þess skv. varúðarreglunni að reyna að sporna við hækkandi styrk CO2 og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu.
Stefán Gíslason, 20.5.2009 kl. 12:19
Ég er hræddur um að eðlis og efnafræðii kunnátunni sé ansi ábóta
vant. Því ef gróðurhúsa kenningin sem IPCC byggir áróður sinn á.
Ættu eftirfarandi gróður´húsalofttegundir að hafa áhrif sem hér segir.
Vatnsgufa / raki (ekki mettuð ský) 95%
CO2 3.6188%
Metan 0.360%
N2O 0.950%
Aðrar gastegundi 0,072%
Ég skor á þig að lesa The Heidelberg Appeal sem Vísindamenn er
sátu ráðstefnuina Earth Summit í Rio de Janeiro 1992 sendu frá
sér.
Leifur Þorsteinsson, 20.5.2009 kl. 14:15
Umrædd eðlisfræði snýst reyndar bara um það hvernig tilteknar sameindir gleypa ljós (sýnilegt og ósýnilegt) af mismunandi bylgjulengdum. Maður þarf að vera sæmilega kokhraustur til að halda því fram að IPCC sé ekki nokkurn veginn með þau mál á hreinu.
Vissulega hefur vatnsgufa mikil áhrif, en aukningu á styrk hennar eru takmörk sett vegna þess að hún er jú nálægt mettunarmörkum, sem að vísu hækka örlítið með hækkandi hitastigi. Öðru máli gegnir um koltvísýring. Hringrás kolefnis í náttúrunni er líka býsna ólík hringrás vatns!
Mér sýnist brýn þörf á að minna á, að umræðan um gróðurhúsaáhrif sem umhverfisvandamál ætti jú bara að snúast um þann hluta áhrifanna sem er af mannavöldum. Sá hluti hverfur ekkert þó að maður dragi náttúrulegar sveiflur inn í umræðuna. Slíkar sveiflur eru til staðar - og um þær fáum við litlu ráðið.
Stefán Gíslason, 20.5.2009 kl. 16:19
Skil ekki hvað þú ert að fara Island er fremst
allra þjóða í vistvætni orku.
Því getur einginn verið okkur fremri.........
kristinn (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:46
Föstud. 29. maí kl. 11:00 mun sænski vísindamaðurinn Dr. Fred Goldberg halda fyrirlestur í Háskóla Íslands um hin mjög svo umdeildu loftslagsmál. Dr. Fred er algjörlega á öndverðum meiði við Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna IPCC sem Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna byggir kvikmynd sína "Óþægilegur sannleikur" á. Það þarf talsverðan kjark til að ganga gegn þessum öflum sem hafa fengið Nóbelsverðlaun fyrir kenningar sínar.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku:
Is it CO2 or the sun and ocean currents that controls our climate?
The lecture will first present a short climate history overview and then I will discuss the CO2 properties and if it has a climate effect or not. Then I will demonstrate some interesting observations concerning the role of ocean currents over the climate, ice conditions in the Arctic and temperatures. Finally I will discuss some observations between sun magnetic activity, temperature changes and cloud formations and what climate we can expect in the future.
Fyrirlesturinn er þannig fram settur að hann er auðskilinn öllum, hann er ekki aðeins fyrir innvígða.
Dr. Fred er einn af sífellt fjölmennari hópi vísindamana og almennra borgara sem hafa opnað augu sín fyrir í hvað ógöngur ríki heimsins eru að koma sér í með þessari ofurtrú á að maðurinn sé með kolefnisbruna og aukningu koltvísýrings CO2 að vinna skaða á loftslagi og hitastigi jarðarinnar.
Ein lítil staðreynd: Eftir árið 2002 hefur hitastig á jörðinni fallið en ekki hækkað. Á sama tíma hafa "sloppið" 150 milljarðar tonna af CO2 út í andrúmsloftið.
Hvers vegna hefur hitastig þá ekki hækkað þegar það hefur sannarlega lækkað?
Er hætta á að við séum á leið inn í lækkandi hitastig jarðar?
Það eru örugglega miklu alvarlegri tíðindi en að hitastig fari hækkandi.
Textann að ofan má reyndar lesa á mínu bloggi<siggigretar.blog.is> Það hafa orðið fróðleg skoðanaskipti í framhaldi af þessum pistli.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 24.5.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.