Leita í fréttum mbl.is

Ólíkt höfumst við að

Borgaryfirvöld í New York hafa ákveðið að banna bílaumferð í grennd við Broadway og Times Square, en á Íslandi þora menn ekki að byggja upp eina einustu göngugötu án þess að leyfa dálitla bílaumferð um hana líka, sem þýðir auðvitað að göngugatan er ekkigöngugata.

Því hefur verið haldið fram að göngugötur þrífist ekki á Íslandi af því að þar sé svo kalt, eða svo hvasst, eða svo mikil rigning. En ekkert af þessu stenst þegar aðstæður eru bornar saman við ýmsar norðlægar borgir. Málið snýst miklu fremur um þann stóra veikleika Íslendinga að þora ekki að taka afstöðu, að þora ekki að segja nei. Kannski blandast meira að segja landlæg minnimáttarkennd þarna inn í, nefnilega sú trú að maður sé lítill nema að maður sé alltaf að sýna hvað maður sé stór. Stórir menn eiga nóg af peningum og stóra bíla og eru alltaf að flýta sér. Stórum mönnum finnast göngugötur gamaldags á meðan framtíðin hamast við að koma allt í kringum þá.


mbl.is Engir bílar við Times Square
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

Ég var í miðbænum í Reykjavík í fyrradag og ætlaði að taka myndir af vorkvöldi í Reykjavík því ég hef heyrt að ekkert sé fegurra.  En á þessum myndum sjást bara bílar!  Og mér sýnist flestir þeirra vera stórir éppar.  Það er kannski skiljanlegt að menn verði að eiga flotta bíla til að sýna, og hvar annarsstaðar er hægt að sýna þá en niðri í miðbæ.   Kannski þetta sé hugsanagangur frá rúntinum í gamla daga.  Þá fékk sá sem átti flottasta bílinn flestar gellur með á rúntinn.  Nú eiga menn bara flotta bíla og fara á þeim niður í bæ af gömlum vana.

Fríða, 25.5.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það er kominn tími til að leyfa umferð í Kringlunni, amk. á neðri hæðinni.

:)

Kári Harðarson, 25.5.2009 kl. 13:22

3 identicon

Óneitanlega er oft viðbjóðslega kalt í NYC, oft miklu meira en hér.

Þessi örfáu skipti sem ég hef labbað þarna í kringum Times Square þá hefur mér liðið eins og ég sé í stórhættu út af öllum leigubílunum - þetta er gott mál.

Fríða - næst þegar þú ert að taka myndir í bænum skaltu smella nokkrum af risadíseljeppunum sem er yfirleitt lagt í rafmagnsbílastæðin í Bankastrætinu (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:07

4 identicon

Stefán - eitt enn.  Mundu bara hvað er sagt um karlmenn sem keyra um á stórum bílum (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 14:07

5 identicon

Mikið er ég hjartanlega sammála - hef búið í Danmörku þar sem hvert einasta smásk...þorp hefur sína eigin göngugötu og er stolt af því ! Skammast mín alltaf jafnmikið þegar útlendingar spyrja mig hvar göngugatan sé staðsett í bænum....

Helga (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:25

6 identicon

Annar punktur af sama meiði...
Allar stórborgir erlendis (og margar minni líka) hafa sitt eigið maraþonhlaup, hjólreiðakeppni og þessháttar, allt haldið með pompi og pragt og umferð bíla lögð niður á meðan, þ.m.t. í stórborgum eins og London, París, Berlín og NewYork.  En í litlu Reykjavík ætlar allt vitlaust að verða þegar minnst er á að loka götum tímabundið fyrir svona viðburði og ekki mörg ár síðan keppendur í Rvk-maraþoni máttu eiga von á strætó utan í sér í miðju hlaupi.
Ætli það standi einhvers staðar í lögum að götur megi aldrei nota undir annað en bílaumferð?

Jens (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 16:41

7 identicon

Kaupmenn kveina um að verslun við Laugaveginn myndi hrynja ef honum yrði breytt í göngugötu. En miðað við hversu fá bílastæði eru við þessa götu og erfitt að fá stæði, þá veltir maður því fyrir sér hversu stór hluti viðskiptavinanna hafi komið á bíl hvort sem er.

Bárður (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:12

8 identicon

Sem íbúi í miðbæ Reyjavíkur hef ég margoft velt þessu fyrir mér í spásstúrum mínum um nágrennið, þá aðallega á Laugarveginum. Á dögum þar sem veður er stillt er magnið af útblæstri á Laugarveginum þannig að það er ekkert spennandi að vera þar á ferli, og ég tala nú ekki um ef þetta er á veturna.

 Ég mundi vilja að borgaryfirvöld prófuðu að loka laugarveginum á góðviðrisdögum með það fyrir augum að loka henni alfarið með tímanum.

Brynjar (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:29

9 identicon

Á Akureyri var alvöru göngugata í mörg ár en vegna væls kaupmanna var ákveðið að hleypa bílaumferð á hana og umbreyta helmingi götunnar í bílastæði að auki (þrótt fyrir ofgnótt bílastæða skammt frá). Ég veit ekki hvort að útkoman hafi verið jákvæð fyrir kaupmennina en ætla að leyfa mér að efast um að það hafi verið afgerandi munur.

Fórnarkostnaðurinn er hinsvegar augljós. Umferðin hefur gert götuna að öllu leyti meira fráhrindandi fyrir gangandi fólk en hún var áður. Umferðinni fylgir hávaði og áreiti og þrátt fyrir að gatan eigi að kallast "vistgata" þá taka ökumenn sér forgang umfram gangandi vegfarendur þó að þeim beri skylda til að víkja fyrir þeim.

Það merkilega er að í allri umræðunni um nýtt miðbæjarskipulag fyrir norðan virðist enginn hljómgrunnur vera fyrir því að gera Göngugötuna aftur að göngugötu.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 14:08

10 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk öll fyrir þessar jákvæðu og uppbyggilegu athugasemdir. Ég ætla sem sagt að halda áfram að keyra á sæmilega litlum bílum - og finnst auðvitað alveg sjálfsagt að leyfa bílaumferð í Kringlunni, líka á efri hæðinni. Það þarf ekkert að keyra upp rúllustigann, maður ekur bara beint inn af bílastæðinu.

Við erum alveg í ruglinu í þessum málum Íslendingar!

Stefán Gíslason, 27.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband