Leita í fréttum mbl.is

Rafmagn á brunaútsölu?

Mér líst afar illa á hugmyndir um að selja nágrannalöndunum rafmagn um sæstreng, hvort sem það er til að borga Icesave-skuldir eða eitthvað annað. Ástæðan er einföld: Með því að selja rafmagn „óunnið“ úr landi afsölum við okkur virðisaukanum sem þetta sama rafmagn myndi að öðrum kosti geta skapað hérlendis. Að mínu mati jafngilda slík viðskipti „brunaútsölu á rafmagni“.

Við þurfum að nýta orkuna okkar til að verða sem minnst háð innfluttri orku. Þannig verður virðisaukinn mestur. Svo einfalt er málið! Rafvæðing samgöngukerfisins hlýtur að vera forgangsmál hvað þetta varðar, hvort sem rafmagnið er nýtt beint eða til eldsneytisframleiðslu.

Það hvort skynsamlegt væri að setja upp rafstrengjaverksmiðju er svo annað og óskylt mál.


mbl.is Borgum Icesave með rafmagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Verð að vera þér ósammála hér. Ef að við seljum rafmagn í gegnum sæstreng þá er það svipað og olíuríkin að selja sína olíu, eða Rússar að selja gas.

Við myndum fá töluvert vald og vera í góðri stöðu til að afla fínna tekna (þá er ég að gefa mér að við finnum aðra aðila en Icesave samninganefndina til að fara með samningsvaldið;)

Svo er það þetta með umhverfið.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 15:26

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Svona svipuð brunaútsala og á sér stað til "álrisana" sem flytja súrálið hingað upp á Íslandsstrendur, bræða það, með niðurgreiddu rafmagni, senda álkubbana út í heim, til virðisaukandi vinnslu, gambla svo með gjaldeyririnn þar, og koma heim með íslenskar krónur sem keyptar voru á brunaútsölu.  Og eftir sitjum við með flúor bragð í munni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.6.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Það er varla hægt að bera raforkuframleiðslu okkar saman við olíuframleiðslu olíuríkjanna. Olíuríkin eiga olíu langt umfram eigin þarfir. Hér yrði hins vegar útflutt raforka í samkeppni við raforku til innanlandsnota, sem er hreint ekki umfram þarfir miðað við núverandi stöðu og þau áform um orkunýtingu sem uppi eru!

Stefán Gíslason, 25.6.2009 kl. 16:00

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Orkuþörfin í nágrannaríkjunum er langt umfram ítrustu möguleika að framleiða rafmagn hér á landi. Almmenningsveiturnar þurfa um 10 MW aukingu á ári hérlendis þar sem 0.3 milljón íbúa er. Við Íslendingar notum sjálfir innan við 20% framleiddrar orku hér innanlands, 80% fara til stóriðjunnar og hvernig skyldu tekjurnar vera? Ekki er ólíklegt að innan við þriðjungur tekna Landsvirkjunar komi frá stóriðjunni miðað við allt pukrið sem m.a. kemur fram í ársreikningum fyrirtækisins.

Nei, ætli við hefðum nokkuð fyrir okkar snúð að selja rafmagn á jafnvel enn óhagstæðari kjörum? Þess má og geta að flutningstap er mjög mikið og talið að það sé um þriðjungur orkunnar á þessari löngu leið. Rafmagnskapall er auk þess mjög dýr og lagning hans krefst gríðarlegs undirbúnings.

Ætli sé ekki hyggilegra að aðhafast sem minnst og helst ekkert neitt í þessum málum?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.6.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband