Leita í fréttum mbl.is

Tvö vestfirsk hlaup að baki

Nú er hlaupadagskráin mín vestra hálfnuð; tvö hlaup búin og tvö eftir. Hljóp Vesturgötuna sl. sunnudag í góðum félagsskap á annað hundrað hlaupara. Var þokkalega framarlega á 1:58 klst, sem er framar björtustu vonum. Leiðin er náttúrulega alveg stórkostleg! Meira um það síðar. Hljóp svo Þingmannaheiðina seinnipartinn í gær, einn míns liðs. Hún er álíka löng og Vesturgatan, eitthvað um 24 km, nema hvað þar fær maður 400 m hækkun í kaupbæti. Þetta gekk bara ágætlega. Lauk við heiðina á 2:36 klst. eða þar um bil. Þingmannaheiðin er afar tilbreytingalaus og grjótbarinn fjallvegur. Myndi ekki vilja vera þar á ferð um vetrartímann.

Veðrið í þessum hlaupum hefur verið eins og albest gerist, hitinn í kringum 15 stig og bjartviðri. Sérstaklega skein sólin glatt í gær. Reyndar hefur fylgt þessu dálítil norðanátt. Ætli vindhraðinn á Þingmannaheiðinni hafi ekki verið eitthvað um 15 m/sek. En þetta var samt eintómt gaman!

Á morgun er það svo Miðvörðuheiðin og Selárdalsheiði á föstudag, (sjá síðustu færslu). Fæ góðan félagsskap á báðum leiðum. Veit ekki endanlegan fjölda ferðafélaga enn sem komið er, en það skýrist hvað úr hverju.

Þetta er Stefán Gíslason sem skrifar frá Tálknafirði.

PS: Læt fljóta hérna með eina mynd af hlaupaleiðinni um Vesturgötuna (Kjaransbraut). Myndin er tekin út fjöruna fyrir utan Stapadal, eftir svo sem eins kílómetra hlaup.
Utan Stapa 018 web


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel fyrir vestan Stefán. Þetta hefur verið og verður skemmtilegt.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband