Leita í fréttum mbl.is

Blandaður úrgangur eykur vandann

Sjálfsagt er alltaf gaman að fá nýtt dót, en ný tækni sem „gerir kleift að birta myndskeið í venjulegum prentuðum blöðum“ er dæmi um dót sem ég vil helst að ég og aðrir jarðarbúar verði lausir við sem lengst. Um leið og svona dóti er bætt inn í venjulegt prentað blað er nefnilega búið að koma því til leiðar að venjulega prentaða blaðið verður að blönduðum úrgangi þegar það hefur lokið hlutverki sínu, í stað þess að verða bara að pappírsúrgangi.

Rafhlaðan sem fylgir hverju svona blaði þarf í sjálfu sér ekkert endilega að vera baneitruð, en hún gerir það engu að síður að verkum, ásamt þeim smáhlutum úr málmum, kísil og öðrum efnum sem henni þurfa að fylgja, að blaðið verður óhæft til endurvinnslu, nema að aukadótið sé fyrst aðskilið frá pappírnum. Um leið er þetta náttúrulega alveg óþörf sóun á efnum sem sum hver ganga til þurrðar fyrr en varir, og hefðu betur verið nýtt í þarfari vörur.

Mér finnst vera nóg rugl í gangi á þessu sviði nú þegar, þó að þetta bætist ekki við. Mér finnst meira en nógu slæmt að einhverjum skyldi detta í hug að klína einhverju rafeindadóti, þ.m.t. rafhlöðum, inn í bækur, afmæliskort og barnaskó. Eða halda menn að þetta auki lífsgæði okkar og hamingju?


mbl.is Myndskeið brátt birt í blöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mikill tækjadellukall en mér finnst þessu nú ofaukið. Og sérstaklega með tilliti til þess sem þú nefndir að ekki verður þá lengur hægt að endurvinna pappírinn. Tæknin sem slík er ekki vitlaus en það er ekki þar með sagt að það verði að nýta hana í dagblöðum. Það væri nær að nýta hana í bókum til að hjálpa lesblindum eða þeim sem eiga erfiðara með venjulegan bóklærdóm.

Burkni (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Jú, mér datt nú líka í hug að þetta væri bara eitthvert óraunsæishjal, sem ætti fátt skylt við veruleikann. En allur er varinn góður. Maður hefur svo sem fallið í þá gildru áður, að halda að einhver vitleysa sé svo vitlaus, að hún verði aldrei að alvöru. En svo hefur það bara gerst engu að síður.....

Stefán Gíslason, 21.8.2009 kl. 10:00

3 identicon

Þetta gæti nú samt minnkað sóun á pappír ef litið er til framtíðar. Þá meina ég að fólk kaupi bara áskrift af blaðinu og svo fær það sent blaðið/Tímaritið einu sinni og síðan eru síður blaðsins bara uppfærðar í hverri viku í staðinn fyrir að prenta nýtt.

bara svona til að horfa á framtíðarmöguleika í staðinn fyrir bara gallana;)

Sigmar (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 04:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband