1.9.2009 | 12:14
Eru Excelreitirnir að klárast?
Það setur að mér einhvern trega þegar ég les að nú eigi kannski að fara að breyta nafni Eimskipafélags Íslands í A1988. Þessi tregi tengist því sjálfsagt að þetta félag var á sínum tíma óskabarn þjóðarinnar, og afi minn, sem var fátækur bóndi norður á Ströndum, fæddur árið 1866, eignaðist hlut í félaginu þegar það var stofnað.
En sjálfsagt dugar ekki að gleyma sér í tilfinningasemi og fortíðarfíkn. Ein spurning sækir þó á hugann: Þarf ekki að fara að friða Excel fyrir ásókn kennitöluflakkara? Mér sýnist á fyrirhuguðu nafni þessa rótgróna félags að reitirnir í Exceltöflunni séu hreinlega að ganga til þurrðar!
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki bara vísun í Atlanta-flugfélagið sem breytti um nafn og tók upp nafnið Eimskip.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2009 kl. 17:17
Sælir.
Björgólfur lagði niður óskabarn þjóðarinnar með formlegum hætti á sínum tíma, þ.e.a.s. það félag sem var stofnað 1914. Eigur þess runnu síðan ínn í annað eins og finna má í fyritækjaskránni hjá RSK. Þannig er þetta ekki óskabarn þjóðarinnar svonefnt. Þetta er hann sagður hafa gert í hefndarskyni vegna Hafskipamálsins hans þar sem hann var sakfelldur fyrir ýmis lögbrot, en kenndi Eimskip um síðar.
Avion Group hf, Flugfélagið Atlanta hf, Flugfélagið Atlanta ehf
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.9.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.