5.9.2009 | 21:33
Bitruháls 11. september: Fjallvegahlaup nr. 16
Eins og margir vita á ég það til að hlaupa yfir fjallvegi mér til skemmtunar. Þetta áhugamál fékk ég í fimmtugsafmælisgjöf frá sjálfum mér fyrir rúmum tveimur árum. Gjöfinni fylgdi sá þríþætti tilgangur að kynnast eigin landi, halda mér í þokkalegu standi á sextugsaldrinum og hvetja aðra til heilnæmrar útivistar. Föstudaginn 11. september nk. kl. 16.00 ætla ég að hlaupa 16. fjallveginn (af 50) í þessum afmælispakka. Að þessu sinni liggur leiðin yfir Bitruháls á Ströndum um svonefndan Fjarðarhornssneiðing, frá Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði að æskuheimili mínu að Gröf í Bitru. Öllum er velkomið að slást í hópinn, en gott væri þó að frétta af slíkum áformum fyrirfram.
Þessi leið yfir Bitruháls er um það bil 10-11 km, en lágmarksvegalengd fjallvega í afmælispakkanum er 10 km. Hækkunin er í þessu tilviki eitthvað um 400 m. Undirlagið er þokkalegt, að mestu gamall hestavegur. Þarna yfir lá þjóðleið fyrr á árum, og sömuleiðis hefðbundin leið landpósta ef mér skjátlast ekki. Leiðin er merkt inn á gönguleiðakort af Vestfjörðum.
Þeir sem vilja kynna sér fjallvegahlaupin mín nánar geta litið við á síðunni www.fjallvegahlaup.is, sem er reyndar ennþá bara bráðabirgðasíða. Þar eru líka upplýsingar um símanúmer og netfang, fyrir þá sem vilja ræða þetta eitthvað frekar við mig.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Frá hverju ertu að reyna að hlaupa ?
hilmar jónsson, 5.9.2009 kl. 21:50
Sæll frændi. Væri verulega til í að skokka þetta með þér en mér sýnist að bæði sé ég upptekinn þann 11. og svo fékk ég einhverja andskotans víruspest ofan í mig eftir RM.
Ég hef hins vegar dálítinn áhuga á þessum tiltekna fjallvegi. Einhvern tímann langar mig nefnilega að verða svo stór að skokka heiman frá Kleifum norður Steinadalsheiðina, hálsinn yfir í Bitru og Krossárdalinn heim.
Hvað myndirðu telja að það væri í km og klst?
Dofri Hermannsson, 5.9.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.