Leita í fréttum mbl.is

Bitruháls 11. september: Fjallvegahlaup nr. 16

Eins og margir vita á ég það til að hlaupa yfir fjallvegi mér til skemmtunar. Þetta áhugamál fékk ég í fimmtugsafmælisgjöf frá sjálfum mér fyrir rúmum tveimur árum. Gjöfinni fylgdi sá þríþætti tilgangur að kynnast eigin landi, halda mér í þokkalegu standi á sextugsaldrinum og hvetja aðra til heilnæmrar útivistar. Föstudaginn 11. september nk. kl. 16.00 ætla ég að hlaupa 16. fjallveginn (af 50) í þessum afmælispakka. Að þessu sinni liggur leiðin yfir Bitruháls á Ströndum um svonefndan Fjarðarhornssneiðing, frá Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði að æskuheimili mínu að Gröf í Bitru. Öllum er velkomið að slást í hópinn, en gott væri þó að frétta af slíkum áformum fyrirfram.

Þessi leið yfir Bitruháls er um það bil 10-11 km, en lágmarksvegalengd fjallvega í afmælispakkanum er 10 km. Hækkunin er í þessu tilviki eitthvað um 400 m. Undirlagið er þokkalegt, að mestu gamall hestavegur. Þarna yfir lá þjóðleið fyrr á árum, og sömuleiðis hefðbundin leið landpósta ef mér skjátlast ekki. Leiðin er merkt inn á gönguleiðakort af Vestfjörðum.

Þeir sem vilja kynna sér fjallvegahlaupin mín nánar geta litið við á síðunni www.fjallvegahlaup.is, sem er reyndar ennþá bara bráðabirgðasíða. Þar eru líka upplýsingar um símanúmer og netfang, fyrir þá sem vilja ræða þetta eitthvað frekar við mig.
Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Frá hverju ertu að reyna að hlaupa ?

hilmar jónsson, 5.9.2009 kl. 21:50

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll frændi. Væri verulega til í að skokka þetta með þér en mér sýnist að bæði sé ég upptekinn þann 11. og svo fékk ég einhverja andskotans víruspest ofan í mig eftir RM.

Ég hef hins vegar dálítinn áhuga á þessum tiltekna fjallvegi. Einhvern tímann langar mig nefnilega að verða svo stór að skokka heiman frá Kleifum norður Steinadalsheiðina, hálsinn yfir í Bitru og Krossárdalinn heim.

Hvað myndirðu telja að það væri í km og klst?

Dofri Hermannsson, 5.9.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband