8.9.2009 | 18:20
Viðskiptatækifæri fyrir Íslandspóst og Nepal?
Við fyrstu sýn virðist mér fréttin um komu Ollie Rehn gefa fyrirheit um viðskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í fjarskiptum og skyldum greinum. Ég sé nefnilega ekki betur en Evrópusambandið sé komið mun skemmra í því en við að nota nútímatækni á borð við póstsendingar, svo ekki sé nú talað um tölvupóst. Því virðist mér einsýnt að Íslandspóstur bjóði Ollie þjónustu sína við að koma pappírum á milli landa. Jafnframt gæti Nepal í Borgarnesi, eða eitthvert annað fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hugbúnaðargerð og tölvusamskiptum, boðið honum snjallar lausnir sem gera það mögulegt að senda gögn með tölvupósti heimshorna á milli.
Eða tók Ollie kannski of djúpt í árinni þegar hann sagði að megintilgangurinn með heimsókn sinni hafi verið að afhenda stjórnvöldum spurningalista?
Olli Rehn afhendir spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Þetta er það sem ESB snýst um, að hafa sem flest fólk í að færa pappír á milli staða. Gamla Sovét!
Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:39
Ég hjó einmitt eftir þessu sama. Þarna er kannski kominn einn stór þáttur í því hvernig ESB aðild getur minnkað atvinnuleysið mikið. Manni skilst að ESB fylgi mikil skriffinnska og þá hlýtur að þurfa að fylla margar stöður stjóra sem sendast landa á milli með spurningar og svör, nú eða skýrslur.
Eggert Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 18:39
Ísland mun ALDREI ganga í þetta ESB. Þessi Olli Rehn hefði betur sparað sér þessa snúninga og haldið sig heima hjá sér.
Ísland aldrei að eílífu í þetta "E"vrópu "S"ovjét "B"andalag
Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:15
Ha,ha,ha!! Askoti var þetta gott hjá þér Tryggvi. Evrópu Sovét Bandalag! Eins og talað úr mínu hjarta. Hittir naglann á höfuðið.
H.H. (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 19:28
Góður punktur Stefán. Spái því að Össur láti taka mynd af sér sveittum að svara öllum þessum spurningum...
Guðmundur St Ragnarsson, 8.9.2009 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.