Leita í fréttum mbl.is

Danmörk er land ársins!

Ø-mærketÍ framhaldi af pistli mínum í gær um notkun varnarefna í dönskum landbúnaði, finnst mér ástæða til að geta þess sérstaklega, að Danmörk er land ársins 2009 í lífrænni framleiðslu. Þetta var ákveðið á kaupstefnunni Biofach í Nürnberg í fyrra, enda er Danmörk eitt af þeim löndum sem lengst eru komin í ræktun og markaðssetningu á lífrænum afurðum. Tölurnar sem ég nefndi í gær eru meðaltöl, en efni af því tagi sem þar voru til umræðu eru hvergi notuð í lífrænni ræktun. Því fer sem sagt fjarri að allir danskir bændur úði akrana sína með eitri þrisvar á ári!

Hin árlega Biofach-kaupstefna í Nürnberg er stærsta kaupstefna í heimi þar sem lífræn framleiðsla er í aðalhlutverki. Á hverju ári er ákveðið þar hvaða land skuli vera land ársins á komandi ári. Viðkomandi land fær síðan sérstaka kynningu á næstu kaupstefnu. Þannig var dönskum vörum hampað sérstaklega á kaupstefnunni síðasta vetur, en þar sýndu um 2.750 aðilar samtals um 8.900 mismunandi vörur.

Nú eru rúmlega 160.000 hektarar af ræktunarlandi í Danmörku vottaðir fyrir lífræna framleiðslu, eða um 6% af öllu þarlendu landbúnaðarlandi. Örfá lönd eru komin lengra á þessari braut. Hérlendis er hlutfallið líklega nálægt 1%.

Nánari upplýsingar um þetta allt saman er m.a. að finna á eftirtöldum slóðum:
Orð dagsins 26. febrúar 2008
Matvælastofnun Danmerkur
Organic-world.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða

:) Um að gera að vekja athygli á því sem vel er gert

Fríða, 17.9.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Þér að þakka.

Stefán Gíslason, 17.9.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband