Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Nýr heimareitur

Í dag er föstudagurinn 29. febrúar 2008. Þessi dagsetning er sjaldgæf, og hentar mér því vel til sjaldgæfra verka, nefnilega til að taka ákvörðun. Sú ákvörðun sem hér um ræðir er þó ekki ein þeirra stærstu í lífinu, heldur snýst hún um að skipta um bloggþjónustu. Ég hef sem sagt ákveðið að kveðja bloggsíðuna http://www.blogcentral.is/stefangisla, sem hefur verið heimareitur minn á þessum vettvangi frá því 11. janúar 2007. Frá og með þessari stundu munu vangaveltur mínar um eitt og annað, einkum þó annað, birtast á þeirri síðu sem vér nú stöndum á. Það er von mín að þessi nýi heimareitur þyki ekki síðri viðkomustaður en sá fyrri – og að einhver muni rekast hér á sitthvað til gamans og til gagns.

Gjört í Borgarnesi að kveldi föstudagsins 29. febrúar 2008
Stefán Gíslason, bloggari


Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband