Færsluflokkur: Bloggar
15.4.2009 | 13:33
Óþörf orð rýra málið
Mér leiðist þegar fólk skýtur inn óþörfum aukaorðum í texta, t.d. óþörfu aukafrumlagi, eða hvað það nú annars heitir það ágæta lag. Oftast er það auðvitað smekksatriði hvort aukaorð séu til þess fallin að auðga textann eða rýra, en í dag rakst ég á setningu á mbl.is sem ég tel vera dæmi um hið síðarnefnda:
Alls voru 24 keppendur frá Íslandi sem tóku þátt í mótinu og hömuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum
Mér hefði fundist setningin betri svona:
Alls tóku 24 keppendur frá Íslandi þátt í mótinu og hömpuðu þeir sex Norðurlandameistaratitlum
Þegar búið er að skrifa texta, er það í senn góð hugmynd og góð æfing að lesa hann yfir með niðurskurðargleraugum og prófa að taka út einstök orð. Ef textinn er jafngóður eða betri eftir, þá hefur orðið mátt missa sín.
Þetta var málfarsnöldur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.4.2009 | 13:16
Enginn "undo-hnappur" í pólitík
Æ, þetta er allt saman hálfvandræðalegt! Ég fatta samt ekki af hverju Sjálfstæðismenn eru að gera svona mikið mál úr þessu. Það var ekkert lögbrot að taka við þessum peningum á þessum tíma (desember 2006) - og svona gerðust bara kaupin á eyrinni.
Auðvitað er afleitt ef þessir peningar hafa átt að liðka til fyrir einhverri tiltekinni afgreiðslu - og enn verra ef þeir hafa gert það. Svoleiðis er náttúrulega kallað mútur. En þetta mátti nú samt. Slíkt var ruglið á þessum tíma!
Ég skil alls ekki tilganginn í að leita að þeim sem báðu um þessa peninga eða höfðu milligöngu um að útvega þá, sérstaklega ekki ef þeir voru ekki kjörnir fulltrúar. Þetta hafa þá líklega bara verið einhverjir hjálparkokkar sem voru bara að reyna að gera sitt besta. Ef þeir voru ekki í innsta hring hlýtur einhver úr þeim hring að hafa leitað liðsinnis þeirra. Það að gera þessa menn að einhverjum blórabögglum í málinu heitir náttúrulega bara að skjóta sendiboðann!
Væri ekki miklu nær að segja blákalt og hreinskilnislega: "Svona vorum við vön að vinna 2006, en við erum hætt því núna"? Kjósendur ráða svo bara hvort þeir trúa því og hvort þeir fyrirgefi. Þeir geta gefið það til kynna 25. apríl nk.
Vitlausast af öllu finnst mér að ætla svo að skila þessum peningum! Staðreyndinni verður ekki breytt, nefnilega þeirri staðreynd að flokkurinn þáði þetta á sínum tíma. Hafi þessir peningar haft einhver áhrif á einhverja ákvarðanatöku, þá er skaðinn skeður. Og hafi þeir skaðað ímynd flokksins, þá er sá skaði líka skeður. Það er nefnilega ekki til neinn "undo-hnappur" í pólitík!
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.4.2009 | 11:12
Obama fer vel af stað!
Ég er afar sáttur við frammistöðu Baracks Obama fyrstu 11 vikurnar í embætti. Af mörgu er að taka, en ég læt nægja að nefna alúðlegar viðræður við fulltrúa Írans, fyrirheit um frumkvæði Bandaríkjamanna í því að skapa kjarnorkuvopnalausan heim og nú þessa frétt um málefni Palestínu.
Mér finnst virkilega uppörvandi að fylgjast með leiðtoga sem hefur kjark til að sýna öðrum þjóðum virðingu, jafnvel þótt þær spili ekki alveg eftir nótum, skilning á að vinsemd er líklegri til árangurs en fjandsemi - og festu til að fylgja eftir málum sem stuðla að betra samfélagi heimafyrir og á heimsvísu. Og ekki spillir glæsileg framkoma og ræðusnilld fyrir.
Obama og Netanyahu í áróðursstríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.4.2009 | 22:42
Draumur um málþóf
Á Eldeynni komst ég á ælendaskrá
og á einhverjum fundum á mælendaskrá.
En ef ég kem því í kring
að ég komist á þing,
þá verð ég sko efstur á vælendaskrá.
Enn fjölmargir á mælendaskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.4.2009 | 23:34
Út að hlaupa - 1. apríl
Auðvitað hljóp ég enga 45 km í morgun, í mesta lagi svona 12 seinnipartinn. Glöggir lesendur hafa auðvitað séð strax, að þetta var eitthvert aprílhlaup, þó ekki væri nema vegna þess að ég sagðist hafa verið örþreyttur að hlaupi loknu. Maður viðurkennir ekki svoleiðis, ekki opinberlega, nema þá 1. apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2009 | 12:51
Út að hlaupa - örþreyttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2009 | 22:53
Frábær göngukort af Vestfjörðum
Á dögunum komu út þrjú síðustu göngukortin af Vestfjörðum. Þar með er búið að kortleggja gönguleiðir um fjórðunginn allan. Nýju kortin ná yfir norðurhluta Vestfjarða, allt frá Arnarfirði, norður um Hornstrandir og suður til Steingrímsfjarðar. Áður höfðu komið út fjögur kort með gönguleiðum á syðri hluta Vestfjarðakjálkans ásamt Dalasýslu. Alls eru kortin því orðin 7 talsins.
Ferðamálasamtök Vestfjarða gefa kortin út, og er þetta langviðamesta verkefni sem samtökin hafa ráðist í til þessa. Kortin eru afar skýr og auðveld í notkun, með gps-punktum og öðrum grunnupplýsingum sem eru ómissandi fyrir þá sem leggja upp í göngur og hestaferðir um svæðið. Eins nýtast kortin sérstaklega vel fyrir fjallvegahlaupara, sem nú hafa betri tækifæri en nokkru sinni fyrr til að skipuleggja skemmtilega fjallvegahlaup vestra!
Gönguleiðakort Ferðamálasamtaka Vestfjarða verða seld á öllum helstu ferðamannastöðum á svæðinu. Auðveldasta og fljótlegasta leiðin til að nálgast þau liggur þó vafalítið um netverslun Strandagaldurs. Slóðina er auðvelt að muna. Hún er einfaldlega www.strandir.is/gongukort.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2009 | 09:21
Er „klíka“ góð þýðing á „Major Economies Forum“?
Obama stofnar loftslagsklíku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.3.2009 | 18:04
ESB má bíða
Ég er í sjálfu sér sammála Jóhönnu Sigurðardóttur um að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla hafi lítinn tilgang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evrópusambandinu. Á þessu stigi finnst mér þó minnstu máli skipta hvort kosið er einu sinni eða oftar. Við þurfum einfaldlega að vinna heimavinnuna okkar áður en við getum byrjað að tala um ESB-aðild að neinu viti.
Aðildarviðræður snúast um samninga. Og við höfum einfaldlega enga samningsstöðu eins og nú er ástatt fyrir okkur. Það er ekki vænlegt til árangurs að koma skríðandi að samningaborði. Kannski hefðum við átt að vera komin þarna inn fyrir löngu, en úr því sem komið er eigum við þann kost einan að slá málinu á frest, hvort sem við erum í hjarta okkar með eða á móti aðild.
Öðru hef ég furðað mig mjög á í allri þessari Evrópuumræðu. Það er hversu litla tilburði menn hafa sýnt til að rýna í framtíð ESB. Það er engu líkara en að menn haldi að ESB muni standa óbreytt um ókomin ár. En þannig verður það ekki. Sambandið er í stöðugri þróun. Við getum jafnvel vænst þess að sambandið verði orðið töluvert öðruvísi en það er í dag áður en 5-10 ár eru liðin, hvað þá ef skyggnst er 15-20 ár fram í tímann. Við munum sem sagt aldrei ganga inn í ESB dagsins í dag. Við munum í fyrsta lagi ganga inn í ESB morgundagsins. Umræðan um aðild verður þess vegna að taka mið af bestu spám um það hvernig ESB muni líta út þegar að hugsanlegri aðild kemur - og á næstu áratugum þar á eftir!
Það er erfitt spá, bæði um framtíð Íslands og ESB. En hvorugt mun standa í stað! Augljósustu breytingarnar á ESB tengjast stækkun sambandsins til suðausturs. Þjóðir Vestur-Evrópu munu smám saman fá minna vægi innan sambansins, en vægi þjóða sunnar og austar í álfunni mun aukast. Um leið og þungamiðja sambandsins færist til suðausturs mun ásýnd þess og menning breytast. Ríki á Balkanskaga fá vaxandi vægi, svo ekki sé nú talað um þau áhrif sem hugsanleg aðild Tyrklands myndi hafa.
Við komumst ekkert hjá því að vinna heimavinnuna okkar. ESB má bíða, eða verður öllu heldur að bíða, þangað til sú vinna er komin vel á veg. Og við skulum heldur ekki gera þau mistök að halda að þegar við verðum tilbúin til inngöngu verði Evrópusambandið eins og það er í dag. Við lifum á tímum örra breytinga!
Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 13:15
Ég hef nógan tíma!
Á dögunum var ég á dálitlu málþingi utan landsteinanna, þar sem fólk kvartaði mikið undan tímaskorti. Í tilefni af því vil ég taka fram að ég hef nógan tíma! Ég fékk nefnilega helling af tíma í vöggugjöf. Þessum tíma get ég skipt út fyrir hvaðeina sem mig langar í, svo sem samveru með fjölskyldu og vinum, hlaup og aðra útiveru, leikhúsferðir, bækur, skraut og bíla, svo eitthvað sé nefnt. Til hægðarauka notast ég reyndar oft við millistigið peninga. Peninga get ég fengið í skiptum fyrir tíma. Það er kallað að vinna.
Ég hef sem sagt nógan tíma. Spurningin er bara hvað ég kýs að fá í skiptum fyrir hann! Ég hef frjálst val um það! Þetta snýst sem sagt bara um forgangsröðun. Það er hreinlega ekki sæmandi að kvarta um tímaskort, hafandi fengið þessa ríkulegu vöggugjöf!
Ég veit reyndar ekki nákvæmlega hversu stór vöggugjöfin var. En líklega var hún um 696.020 klukkustundir, miðað við meðalævilengd íslenskra karlmanna (79,4 ár). Einhvern tímann gengur sjóðurinn til þurrðar, en það væri hrein tímasóun að velta því fyrir sér hvenær það muni gerast. Þangað til á ég nóg! Nú er bara að njóta ríkidæmisins og skipta því ekki út fyrir neitt sem er fánýtt og leiðinlegt!
Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég ekki bloggað síðustu 10 dagana. Það er ekki vegna þess að ég hafi ekki haft tíma til þess, heldur vegna hins að ég kaus að nota tímann í annað.
Ég mæli eindregið með að áhugafólk um tímann lesi bókina Tíu þankar um tímann eftir Bodil Jönsson. Ég er svo heppinn að góður vinur minn skipti einu sinni hluta af sínum tíma út fyrir þessa bók og gaf mér. Kannski segi ég ykkur meira frá þessari bók seinna, kannski spyrjið þið mig út í hana, eða kannski kaupið þið hana einhvers staðar ef hún er ekki uppseld. Þið megið þá alveg kippa með ykkur bókinni Í tíma og ótíma eftir sama höfund.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt