Leita í fréttum mbl.is

Að bjarga heiminum

Hélduð þið að það væri dýrt að bjarga heiminum, ég meina að útrýma fátækt, sjá öllum fyrir heilsugæslu, koma jafnvægi á mannfjölgun, útrýma ólæsi, endurreisa fiskistofna, stöðva hlýnun loftslags af mannavöldum og kippa í liðinn öðrum helstu vandamálum sem steðja að mannkyninu um þessar mundir? Svarið er NEI! Lauslega áætlaður kostnaður við þetta allt saman er ekki nema um 190 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Það eru ekki nema 12.948.500.000.000 íslenskar krónur, eða þar um bil.

Haldið þið kannski að þetta séu miklir peningar? Svarið er NEI! Á hverju ári verja Bandaríkjamenn einir nærri þrefalt hærri fjárhæð til hermála, sem sagt einum 560 milljörðum dala. Og ef við lítum á heiminn allan, þá voru samanlögð útgjöld til hermála á árinu 2006 u.þ.b. 1.200 milljarðar dala, já eða um 81.780.000.000.000 ísl. kr. (fyrir þá sem finnst betra að hugsa í eigin mynt).

Eigum við að ræða þetta eitthvað?

Hvet ykkur til að kynna ykkur þessa útreikninga nánar í nýrri útgáfu af metsölubók Lesters Brown, Plan B 3.0.

Plan B 3.0 eftir Lester Brown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Það er líklega borin von að hergagnaframleiðsla minnki á næstunni, raunar segir Karl Blix í nýlegu viðtali að vopnakapphlaupið sé komið á fullt aftur. Hinn svokallaði "Military industrial complex" er og virðist ætla að verða ráðandi áfram eins og verið hefur lengi...skítabissness þó að atvinnuskapandi sé sums staðar.

SeeingRed, 7.3.2008 kl. 14:49

2 identicon

Ég var búin að skrifa heillangt komment í dag við síðustu færslu þar sem ég var að hrósa nýja útlitinu, sem þá var hvítur bakgrunnur með grænum haus og fyrirsögnum, en datt svo út af netinu og þegar ég kíki í heimsókn næst er komið enn nýtt útlit...Mér fannst eiginlega þetta græna passa betur....

Varðandi efni pistilsins þá ætti auðvitað ekki að þurfa að ræða þetta, heldur bara drífa í að hefja verkið....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Æ, ég er búinn að vera í vandræðum með útlitið - á blogginu meina ég. Hef ekki verið ánægður með neitt og endalaust verið að reyna að breyta. Held kannski að þetta sé að nálgast það að verða eins og ég vil að það sé. Eða???

Stefán Gíslason, 7.3.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband