Leita í fréttum mbl.is

Nafnháttarsýki

Ég er ekki að þola þessa nafnháttarsýki. Ég er að sjá hana dreifa sér um allt þjóðlífið. Ég er bara ekki að fatta hvernig þetta getur verið að gerast. Það eru ekki bara unglingar sem eru að tala svona. Ég er meira að segja að taka eftir því að veðurfræðingurinn í sjónvarpinu er að segja að hann sé að gera ráð fyrir norðanátt. Ég er ekki að vita hvers vegna ég er að eiga að skrifa blogg um þetta. En ég er bara að sjá svo miklar breytingar á daglegu máli fólks á svo stuttum tíma, að ég er ekki að skilja það. Erum þið að skilja það, eða er þetta kannski ekkert að angra ykkur? Eða er ykkur að vera alveg sama?
Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er að vera að hlæja svo mikið að þessu að ég er ekki að geta skrifað neitt hahaha

Fríða (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 06:19

2 identicon

Greinilega kominn tími á smá útlandaferð hjá þér....

Annars farið að vera æsispennandi að koma hér inn.... útlitið sem er núna (kl. 7.04 á íslenskum tíma, laugardagsmorguninn 8. mars!) finnst mér bara ansi flott - og öðruvísi en nokkur annar er með..

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 07:05

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Takk báðar tvær.
Heyrðu, já, ætli maður verði ekki að fara að komast aðeins til útlanda, bregða undir sig betri fætinum og hitta eitthvað fólk.
Jú, útlitið á blogginu hefur valdið mér áhyggjum og næstum því svefntruflunum. Tók mér svo góðan tíma í það í gærkvöldi og tel mig hafa fundið býsna góða lausn. Þurfti bara að leggjast í smávegis rannsóknir áður en mér tókst að láta síðuna hlýða. Býsna sáttur núna.

Stefán Gíslason, 8.3.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband