8.3.2008 | 13:41
Gott veður í Borgarfirði alla laugardagsmorgna!
Ingimundur hlaupafélagi minn heldur því fram að það sé alltaf gott veður í Borgarfirði á laugardagsmorgnum. Ég hef bara búið í héraðinu í 8 og hálft ár og þekki því ekki söguna. Samt get ég staðfest að þetta er alveg rétt hjá honum. Við höfum einmitt rannsakað þetta í sameiningu þrjá síðustu laugardagsmorgna; þá tvo fyrri með því að hlaupa Hvanneyrarhringinn - og svo í morgun með því að hlaupa frá Stafholtsafleggjaranum niður í Borgarnes. Og þetta fer ekkert á milli mála. Í morgun var t.d. logn og þoka og svo sem 6 stiga frost; aldeilis frábært veður og enn betra hlaupaveður. Svo hlupum við inn í sólskinið við Granastaði um hálfellefuleytið. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Það eru forréttindi að hafa aðgang að æfingasal, þar sem er svona hátt til lofts og vítt til veggja. Langt til veggja, heiðið hátt........
Næsta laugardagsmorgun verður ekkert hlaupið. En veðrið verður örugglega gott bæði í Borgarfirði og Róm. Sunnudagsveðrið er samt enn mikilvægara í því tilviki. Eitthvað eru þeir farnir að spá smáskúrum þarna suðurfrá, en hitinn ætti að vera þetta 11-14 gráður í plús. Formerki hitastigstalna skipta máli, einkum þegar fjær dregur núllinu.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.