15.3.2008 | 17:47
Pistill úr Páfagarði
Það hefur líklega ekki farið fram hjá lesendum þessarar bloggsíðu, að er ég staddur í Róm þessa dagana. En ég er alls ekki einn á ferð, við erum nefnilega fjögur saman. Ber þar fyrst að nefna Björk Jóhannsdóttur, lífsförunaut minn síðustu þrjá áratugina, nú og svo auðvitað Ingimund Grétarsson maraþonhlaupara úr Borgarnesi, já og síðast en ekki síst Auði H Ingólfsdóttur, fyrrverandi vinnufélaga og núverandi starfsmann UNIFEM í Makedóníu.
Og af því að lífið snýst ekki bara um hlaup, skruppum við í Vatíkanið í dag. Ekki gafst þó færi á að ræða við Benedikt sextánda um smávægilegan hugmyndafræðilegan ágreining okkar tveggja varðandi skipulag fjölskyldumála í þriðja heiminum. Hins vegar fengum við tækifæri til að skoða Péturskirkjuna, listasafn Vatíkansins og Sixtínsku kapellan. Það var eftirminnileg gönguferð, sem tók um þrjá og hálfan klukkutíma frá því að við tókum okkur stöðu í biðröðinni á Péturstorginu og þar til við gengum út úr listasafninu. Það er ótrúleg upplifun að sjá þessar tilkomumiklu byggingar og öll þessi ótrúlegu listaverk, sem mörg hver eru svo vel þekkt úr listasögunni
Eftirfarandi myndir gefa einhverja hugmynd um viðfangsefni dagsins:
Björk, ég og Auður fyrir framan Péturskirkjuna. Þetta var til skamms tíma stærsta kirkja í heimi. |
Það var smávegis biðröð eftir að komast inn í kirkjuna, en við vorum snemma í því og þurftum ekki að bíða neitt óskaplega lengi. Þarna eru Auður, Björk og Ingimundur fremst, og þegar horft er til baka sést biðröðin fyrst til vinstri og síðan til hægri yst á torginu og þvert yfir það. |
Auður og Björk komnar inn í Péturskirkjuna. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Þrátt fyrir mikið skraut er kirkjan afar stílhrein að innan. |
Björk með englum í einni af útbyggingum Péturskirkjunnar. |
Ingimundur í listasafninu. Eiginlega er þessi salur kortasalur, af því að það er svo mikið af landakortum á veggjunum. Og líklega hefur ekkert þýtt fyrir lofthrædda listmálara að ráða sig í vinnu þarna á sínum tíma. |
Dómsdagur á vegg Sixtínsku kapellunnar. Hvernig nennti Michelangelo þessu nú eiginlega? En alla vega: Þetta er nú með því tilkomumesta sem maður hefur séð! |
Götusalarnir röðuðu sér þétt á gangstéttina fyrir utan safnið í Vatíkaninu, tilbúnir fyrir næstu biðröð. |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Virknin stöðug í nótt
- Vinna að því að verja rafmagnsmöstur við Svartsengi
- Mesta áskorun lífsins
- Stargoði ný fuglategund á Íslandi
- Sex fengu 615 milljónir
- Alþjóðastarfið mætir afgangi
- Brátt verður Brettingur á meðal vor
- Á móti stuðningi við vopnakaup
- Fundu fíkniefni ætluð til sölu
- Þarf að koma til móts við ólíkar þarfir lækna
Erlent
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
Athugasemdir
Ja góðan daginn þarna i Róm. Mér hafði svo sem aldrei dottið í hug að þið Ingimundir myndið vinna þetta áreynslulaust og það er gott að þú ert búinn að átta þig á því. En gangi ykkur nú vel og takk fyrir þessar fínu myndir. Þvílíkt ævintýri. Kærligste hilsner fra Danmark
Þórey mágkona (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:14
Ég var að koma ofan úr Hlíðarfjalli. Varð hugsað til þín þegar ég áttaði mig allt í einu á því hvaða dagur er. Ætli þú sért ekki að hlaupa maraþon akkúrat núna þegar ég skrifa þetta :) Já, ég öfunda þig næstum því. En, skíðafærið hér á Akureyri er nú heldur ekki dónalegt.
Fríða (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 12:44
Ohh hvað það hlýtur að vera ÆÐISLEGT að koma til Rómar og fá að skoða öll herlegheitin. Þið farið bráðum afur er það ekki :)
Stebbi þú manst, með fraktara og farfuglaheimili :)
Gaman að sjá myndirnar frá ykkur :)
knús
Ég og bumbus sem er enn á hvolfi :)
Harpa frænka (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:04
Aah, ég trúi ekki að ég hafi misst af Michelangelo.. ég verð lengi að jafna mig á þessu!
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.