Leita í fréttum mbl.is

Sumartími utan úr geimnum

Úrið mitt hefur sjálfstæðan vilja. Í nótt ákvað það að kominn væri tími á sumartímann - og í samræmi við það flýtti það sér um klukkutíma á meðan ég svaf. Í morgun vakti það mig svo á tilsettum tíma, nema hvað sá tilsetti tími var klukkutíma fyrr en ég hafði upphaflega ætlað. Ég tók samt ekki eftir neinu grunsamlegu og fór á fætur eins og ekkert væri. Það var ekki fyrr en annað heimilisfólk fór að gera athugasemdir, að ég áttaði mig á aðstæðum og því að klukkan væri í raun og veru bara 6 þótt mín væri 7.

En hvernig gat þetta gerst? Jú, úrið mitt, sem er jafnframt vekjaraklukkan mín, á í einhverju leynilegu sambandi við gervihnött á næturnar. Og af því að úrið var stillt á „London“ en ekki „GMT“, þá gripu þau til þessa úrræðis í tilefni af því að Lundúnabúar voru einmitt að taka upp sumartímann sinn. Í Borgarnesi er alltaf sumartími.

Og ég sem hélt að ég væri frjáls og óháður! Samt er það svo að hnattvæðingin lætur mig ekki einu sinni í friði á meðan ég sef! Og hvað er maður líka að gera með úr sem talar við gervihnetti á næturnar!? Skyldi þetta vera nauðsynlegur liður í að öðlast lífshamingju, eða væri ég kannski jafn hamingjusamur með gamla handtrekkta Pierpontúrið sem ég fékk í fermingargjöf, ef það væri á annað borð gangfært?

Jæja, þetta er náttúrulega bara hið besta mál! Einu afleiðingarnar voru þær að það bættist klukkutími framan við vinnudaginn. Hvað er hægt að hugsa sér betra? Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Lengi von á einum - klukkutíma! Ég skellihló við lesturinn. Líklega mun tæknin á endanum taka af okkur völdin. Kveðja frá Hafnarfirði í Borgarnes.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.3.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband