31.3.2008 | 08:32
Sumartími utan úr geimnum
Úrið mitt hefur sjálfstæðan vilja. Í nótt ákvað það að kominn væri tími á sumartímann - og í samræmi við það flýtti það sér um klukkutíma á meðan ég svaf. Í morgun vakti það mig svo á tilsettum tíma, nema hvað sá tilsetti tími var klukkutíma fyrr en ég hafði upphaflega ætlað. Ég tók samt ekki eftir neinu grunsamlegu og fór á fætur eins og ekkert væri. Það var ekki fyrr en annað heimilisfólk fór að gera athugasemdir, að ég áttaði mig á aðstæðum og því að klukkan væri í raun og veru bara 6 þótt mín væri 7.
En hvernig gat þetta gerst? Jú, úrið mitt, sem er jafnframt vekjaraklukkan mín, á í einhverju leynilegu sambandi við gervihnött á næturnar. Og af því að úrið var stillt á London en ekki GMT, þá gripu þau til þessa úrræðis í tilefni af því að Lundúnabúar voru einmitt að taka upp sumartímann sinn. Í Borgarnesi er alltaf sumartími.
Og ég sem hélt að ég væri frjáls og óháður! Samt er það svo að hnattvæðingin lætur mig ekki einu sinni í friði á meðan ég sef! Og hvað er maður líka að gera með úr sem talar við gervihnetti á næturnar!? Skyldi þetta vera nauðsynlegur liður í að öðlast lífshamingju, eða væri ég kannski jafn hamingjusamur með gamla handtrekkta Pierpontúrið sem ég fékk í fermingargjöf, ef það væri á annað borð gangfært?
Jæja, þetta er náttúrulega bara hið besta mál! Einu afleiðingarnar voru þær að það bættist klukkutími framan við vinnudaginn. Hvað er hægt að hugsa sér betra?
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Lengi von á einum - klukkutíma! Ég skellihló við lesturinn. Líklega mun tæknin á endanum taka af okkur völdin. Kveðja frá Hafnarfirði í Borgarnes.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.3.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.