Leita í fréttum mbl.is

Sóknarfæri smáríkjanna felast í sérstöðu þeirra

Ég er algjörlega sammála forsetanum um að breytt heimsmynd skapi sóknartækifæri fyrir smærri ríki. Í því sambandi ræddi hann m.a. um að smærri ríki, gætu vissulega „líkt og hin stærri, átt við margvíslega efnahagslega erfiðleika að etja en rétt væri þá að hafa í huga sögulega sýn“. Ég held að við þurfum líka að hafa í huga „mögulega sýn“, nefnilega að forðast pólitískar ákvarðanir sem eru teknar í uppnámi augnbliksvanda.

Ég tel að sóknarfæri smærri ríkja felist öðru fremur í sérstöðu þeirra hvers um sig, en ekki í smæðinni sem slíkri. Það eitt að eiga sína eigin tungu, menningu og gjaldmiðil skapar sóknarfæri til lengri framtíðar, en þessi sóknarfæri geta hæglega glatast þegar yfirsýnina skortir.

Breytileikinn er forsenda framfara. Þess vegna þurfum við að varðveita sérstöðu okkar og þar með breytileikann í heimsþorpinu, ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur líka fyrir umheiminn!


mbl.is Breytt heimsmynd skapar sóknartækifæri fyrir smærri ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband