17.4.2008 | 09:12
Tími nagladekkjanna er - alveg - liðinn
Í frétt mbl er ökumenn minntir á að tími nagladekkjanna sé liðinn, þar sem þau eru jú ólögleg eftir 15. apríl. Ég held reyndar að tími þeirra sé alveg liðinn, fyrir fullt og allt, hvað sem öllum lagaákvæðum líður. Nú er jú orðið auðvelt að verða sér úti um naglalaus dekk, sem duga álíka vel og nagladekk í hálku og eru auk þess mun hljóðlátari og slíta yfirborði vegarins mun minna. Hér á ég m.a. við loftbóludekk, sem ég hef afar góða reynslu af sjálfur eftir ákaflega margar ferðir milli Borgarness og Reykjavíkur síðustu fjóra vetur, að ógleymdum ferðum til Akureyrar, Hólmavíkur og fleiri staða, sem eru enn lengra úti á landi en Kópavogur, (sbr. viðtal við félagsmálaráðherra í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi).
Fjölskyldan öll og fleiri ökumenn sem ég þekki vel, hafa ekið á loftbóludekkjum síðustu vetur víða um land og verið sammála um ágæti þeirra. Reyndar eru allar viðkomandi bifreiðir með ABS-bremsum ef ég man rétt, og ein eða tvær með spólvörn af einhverju tagi. Líklega koma loftbóludekkin albest út þar sem þetta allt fer saman. Mæli sem sagt eindregið með þeim. Fann meira að segja hálfpartinn til með jeppaökumönnunum sem keyrðu fram hjá mér á nagladekkjum með tilheyranda hávaða þegar ég rölti eftir Borgarbrautinni á leið í vinnuna í morgun.
Síðasta haust þegar ég keypti mér núverandi loftbóludekk undir UMÍS-bílinn spurði ég eiganda dekkjaverkstæðisins hvernig þróunin væri í sölu á loftbóludekkjum. Hann svaraði því til að salan færi greinilega vaxandi. Minnir að hann hafi talað um 40% aukningu milli ára. Hann sagðist bara einu sinni hafa lent í því að loftbóludekkjum væri skilað og keypt nagladekk í staðinn. Þar átti í hlut kona úr nágrenni Reykjavíkur. Hjá henni hagaði svo til að það var dálítil brekka upp að bænum. Dekkjamaðurinn spurði hvort hún hefði lent í vandræðum vegna hálku í brekkunni. Konan svaraði því til að hún hefði ekki átt í neinum vandræðum við að komast upp brekkuna í hálku. Henni finndist bara svo óöruggt að heyra ekki hljóðið í nöglunum.
Tími nagladekkjanna er alveg liðinn.
Búist við miklu svifryki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála!
Nú þarf að setja skatt á nagladekk. Ætli einhver myndi ekki hugsa sig um tvisvar ef greiða þyrfti aukagjald kannski 5-10 þúsund krónur fyrir hvert dekk?
Hvet eindregið til að sveitarfélög láti starfsmenn sína mæla slit vegna nagladekkja: lögð er réttskeið þvert á akbraut og mælt með tommustokk hversu djúp rásin er sem naglarnir spæna upp.
Kveðja í Borgarfjörðinn!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2008 kl. 09:16
Það er svolítið gaman að spá í þetta hjá hlaupurunum, hverjir vilja endilega vera á negldum skóm á veturna. Ég spurði í vetur svona aðeins í kring um mig og það passaði, þeir sem þora ekki að sleppa nagladekkjunum vildu meina að negldir skór væru algjör nauðsyn. Við hin létum okkur hafa það að vera á vetrarskóm ónegldum. Sumir þó með keðjur stundum. Ég persónulega fékk mikið kikk út úr því að sigta eftir auðum blettum á meðan neglda fólkið varð að vera úti á ísnum til að hafa ekki svo hræðilega hátt á nöglunum.
En já, án gríns, trúin á nagladekk jaðrar við að geta flokkast undir trúarbrögð hjá sumum. Fólk leitar bara staðfestingar á því að það sé að gera rétt og þorir ekki að prófa annað og feta nýjar slóðir. Ég er búin að vera á Akureyri á þungum 7 sæta bíl, framhjóladrifnum án nagladekkja í 7 ár og dettur ekki í hug að fara nokkurntíma á nagla. Til hvers? Ég hef alltaf komist allra minna ferða. Það eina sem er svolítið erfitt er blautt svell. En það er svo sjaldan. Ég hef aldrei lent í þannig færi í vetur t.d.
Fríða, 17.4.2008 kl. 11:56
Tja, ég hljóp nú reyndar mikið á keðjum í vetur, enda lítið um auða bletti. Og svo fást mér vitanlega engir hlaupaskór með loftbólusólum.
Stefán Gíslason, 17.4.2008 kl. 12:17
Sæll Stefán
Gaman að sjá þér á blogginu :-)
Já það væri gott ef notkun nagladekkja undir bílum mundi stórminnka. Og svo ætti að gera alvöru mælingar á svifryki, og telja fjölda agna, frekar en mæla þyngd, ásamt greina samsetningu og uppruna. Þá mundum við sjá að hætulegasti parturinn af svifrykinu væri þarna enn.
Morten Lange, 17.4.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.