Leita í fréttum mbl.is

Andakílshringurinn í 16. sinn - og þögnin rofin

Í kvöld hljóp ég Andakílshringinn. Hef ekki hlaupið sérlega mikið síðustu vikur, er svona rétt að reyna að viðhalda þolinu. Annars var þetta í 16. sinn sem ég hleyp Andakílshringinn frá því að ég uppgötvaði þessa ágætu 14,22 km löngu hlaupaleið í apríl 2005. Tíminn í kvöld var 1:12:11 klst., sem er 8. besti tíminn af þessum sextán, svona í meðallagi sem sagt. Besti tíminn er 1:07:56 frá 27. ágúst 2005 og sá lakasti 1:20:46 frá 10. nóvember 2007. Ég geri fastlega ráð fyrir að þjóðin hafi beðið í ofvæni eftir þessum tölum! Wink

Ég hef ekki heldur bloggað sérlega mikið síðustu vikur. Ástæðan er þó hvorki ritstífla, varanlegt bloggþunglyndi, of bjartar nætur, rauðvínsleysi né skortur á umræðuefnum. Þvert á móti ríkir frekar mikið bloggléttlyndi, ég sef hvort sem er á næturnar, drekk aldrei rauðvín - og umræðuefnin bíða í löngum röðum. Þar má nefna brýn mál á borð við:

  • Frákastsáhrif
  • Eymsli í hnjám 
  • Skilagjald á bíla
  • Samdrátt og samleitni
  • Sorpkvarnir í eldhúsvaska
  • Minnimáttarkennd 19. aldar
  • Umhverfisáhrif gæludýrahalds
  • Umhverfisáhrif nanótækninnar
  • Vistferilsgreiningu á bílaeldsneyti
  • Einnota drykkjarmál og margnota
  • Íslensku krónuna og sjálfbæra þróun
  • Plast til yfirbreiðslu í matjurtagörðum
  • Og síðast en ekki síst kosningabaráttuna í Noregi 2009 

Sum þessara brýnu mála hafa meira að segja beðið síðan 1. desember sl.! Kannski skrifa ég einhvern tímann um einhver þeirra. Þangað til er það dokið sem gildir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Stefán

Önnur mjög áleitin en skemmtileg leið er um Skorradalsvatn. Best væri ef unnt væri að hafa vatnsstöðuna sem lægsta til þess að unnt sé að halda leiðinni sem næst Vatninu. Skorradalsvatn er um 15 km langt en hlaupa þarf eðlilega lengri leið og til að komast yfir Fitjaána er auðvitað best að fara yfir brúna milli Fitja og eyðibýlisins Sarps. Sennilega er leiðin nálægt því að vera jafnlöng maraþoni og ættu íþróttafélög í Borgarfirði að athuga þennan möguleika. Leiðin er bæði forkunnarfögur og fjölbreytt en á nokkrum stöðum er torleiði og þarf að fara upp á veg, t.d. rétt inn við bæinn Hvamm, en þar er vegur í átt að Dagverðarnesi að gamla sumarhúsinu Hauks Thors. 

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.5.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband