Leita í fréttum mbl.is

Hógvært og kurteist fólk

Litháar eru líklega hógværasta og kurteisasta fólk sem ég hef hitt. Var þar í stuttri heimsókn um hávetur í kulda og myrkri fyrir nokkrum árum. Tvennt er einkum minnisstætt; annars vegar mikill hlýhugur í garð Íslendinga og hins vegar aðferð heimamanna til að greiða fargjaldið sitt í strætisvagninum. Ég sat í miðjum vagni af minni gerðinni þegar bankað var laust í öxlina á mér. Ég sneri mér við og þá voru mér réttar nokkrar lítur. Þetta var fargjald fyrir einhvern á aftasta bekk. Ég átti síðan að láta aurana ganga áfram til mannsins í sætinu fyrir framan mig - og svo koll af kolli. Þetta virkaði vel, bílstjórinn fékk fargjaldið og skömmu síður kom skiptimynt sömu leið til baka. Sama aðferð var viðhöfð í stóru vögnunum í Vilnius. Fólkið settist aftast í vagninn, þögult og kappklætt, og lét síðan miðann sinn ganga rétta boðleið til þeirra sem næst stóðu tækinu sem gataði miðana. Svo kom miðinn gataður til baka sömu leið. Þögult, hógvært og sjálfsagt.

Ég fagna því að Litháar á Íslandi eru búnir að stofna félag, m.a. til að bæta ímynd Litháa hérlendis. Þessi þjóð á betra skilið en að örfáir misyndismenn komi á hana óorði!


mbl.is Litháar á Íslandi stofna félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.Er sammála þér með Litháar sé afbragðs gott fólk.Góð saga um fargjaldið hjá þér.Óska þeim velfarnaðar með félagið.Bestu kveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:47

2 identicon

Vá,,,Vá,, Er komið enn eitt geymskipið til jarðar,,??

Bimbó (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband