Leita í fréttum mbl.is

Persónulegir kolefniskvótar

Persónulegir kolefniskvótar eru til umræðu í breska þinginu þessa dagana, en ein af nefndum þingsins hefur lagt til að slíkir kvótar verði teknir upp. Hver einasti einstaklingur fengi þá úthlutað tiltekinni losunarheimild, hugsanlega að teknu tilliti til aldurs, búsetu og heilsu. Þingmennirnir segja að vissulega verði slíkt kvótakerfi dýrt í uppsetningu og rekstri, en það sé hins vegar betur til þess fallið en hefðbundinn umhverfisskattur að hafa áhrif á daglega hegðun fólks og virkja það í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Auk þess stuðli kvótakerfi af þessu tagi að vissum jöfnuði, því að þeir sem minnst hafa umleikis muni væntanlega verða aflögufærir og þar með geta selt hluta af kvótanum sínum til þeirra sem eru betur stæðir og berast meira á, með tilheyrandi koltvísýringslosun.

Þingnefndin mun birta skýrslu sína um persónulega kolefniskvóta á næstunni. Þingmennirnir telja hugmyndina vera nokkuð á undan tímanum, en engu að síður eitthvað sem full ástæða væri til að skoða af fullri alvöru.

Hægt er að fræðast meira um þessar hugmyndir breskra þingmanna í fréttum BBC frá síðasta mánudegi. Í framhaldinu er eðlilegt að velta því fyrir sér hversu stór kvóti hvers og eins eigi að vera. Ef fleiri lönd myndu taka upp svona persónulega kolefniskvóta, ætti hann þá t.d. að vera jafn hár alls staðar í fyllingu tímans, hvort sem menn búa á Bretlandi, Íslandi eða Tuvalu? Ef vel viðrar ætla ég að velta mér upp úr þeirri spurningu í nýrri bloggfærslu á næstu dögum. Missið ekki af því. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband