29.5.2008 | 09:14
Persónulegir kolefniskvótar
Persónulegir kolefniskvótar eru til umræðu í breska þinginu þessa dagana, en ein af nefndum þingsins hefur lagt til að slíkir kvótar verði teknir upp. Hver einasti einstaklingur fengi þá úthlutað tiltekinni losunarheimild, hugsanlega að teknu tilliti til aldurs, búsetu og heilsu. Þingmennirnir segja að vissulega verði slíkt kvótakerfi dýrt í uppsetningu og rekstri, en það sé hins vegar betur til þess fallið en hefðbundinn umhverfisskattur að hafa áhrif á daglega hegðun fólks og virkja það í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Auk þess stuðli kvótakerfi af þessu tagi að vissum jöfnuði, því að þeir sem minnst hafa umleikis muni væntanlega verða aflögufærir og þar með geta selt hluta af kvótanum sínum til þeirra sem eru betur stæðir og berast meira á, með tilheyrandi koltvísýringslosun.
Þingnefndin mun birta skýrslu sína um persónulega kolefniskvóta á næstunni. Þingmennirnir telja hugmyndina vera nokkuð á undan tímanum, en engu að síður eitthvað sem full ástæða væri til að skoða af fullri alvöru.
Hægt er að fræðast meira um þessar hugmyndir breskra þingmanna í fréttum BBC frá síðasta mánudegi. Í framhaldinu er eðlilegt að velta því fyrir sér hversu stór kvóti hvers og eins eigi að vera. Ef fleiri lönd myndu taka upp svona persónulega kolefniskvóta, ætti hann þá t.d. að vera jafn hár alls staðar í fyllingu tímans, hvort sem menn búa á Bretlandi, Íslandi eða Tuvalu? Ef vel viðrar ætla ég að velta mér upp úr þeirri spurningu í nýrri bloggfærslu á næstu dögum. Missið ekki af því.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 145215
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Ellert nýr fjármálastjóri Merkjaklappar
- Adani ákærður fyrir mútur og svik
- Félagsbústaðir tapa án matsbreytinga
- Dana tekur yfir markaðsmál Lauf Cycles
- Kerecis-hjón fjárfesta í leiguflugi
- Vextir lækki um 175-200 punkta
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.