30.5.2008 | 23:46
Stopult hlaupablogg
Það er orðið langt síðan ég hef bloggað eitthvað um hlaup, enda hafa hlaupin verið stopul. Eiginlega hef ég ekki haft neitt sérstakt markmið í huga frá því í Róm sællar minningar. En nú fer líklega að færast meiri festa í þetta aftur. Ég er jú búinn að skora á elsta barnið mitt í keppni í hálfu maraþoni á Akureyri 21. júní nk. Verð að fara að undirbúa það af fullri alvöru. Annars gæti ég barasta tapað! Síðast vann ég, en þá var barnið líka bara 16 ára. Síðan höfum við báðir elst um 7 ár. Það er ekki endilega báðum í hag.
Þrátt fyrir allt hef ég svo sem hlaupið alveg slatta. Er t.d. kominn 190,5 km það sem af er maí. Þar með er maí meira að segja orðinn 4. lengsti mánuðirinn frá upphafi, með smáfyrirvara um árin 1973-1975 sem ég er ekki alveg búinn að gera upp. Á morgun klára ég það sem vantar á 200 kílómetrana.
Tölur eru afstæðar. Sumum finnst sjálfsagt mikið að hlaupa 200 km á einum mánuði. Það getur líka alveg verið rétt. Það fer bara allt eftir því við hvað er miðað. Gunnlaugur Júlíusson kláraði t.d. 217,7 km á einum sólarhring um síðustu helgi úti á Borgundarhólmi! Mér skilst á Hagstofunni að hann sé í þokkabót töluvert eldri en ég. Reyndar grunar mig að fáir geri sér grein fyrir hvílíkt afrek þetta er hjá Gunnlaugi. Pælið bara aðeins í þessu; fimm maraþon á einu bretti og tæpir 7 km í viðbót!
Mývatnsmaraþonið er á morgun. Ég fór í það í fyrra sem æfingu fyrir Laugaveginn. Það var erfitt, enda frekar hvasst og kalt fyrir norðan þann dag. Núna nennti ég ekki að fara. Hinn hlaupahópurinn í Borgarnesi, les: Ingimundur Grétarsson, sér um að halda uppi merki Borgfirðinga. Hann fór norður í dag og ég bíð spenntur eftir fréttum seinni partinn á morgun.
Áðan talaði ég um markmiðsleysi. Er að vinna í því núna að skilgreina markmið fyrir þetta ár og kannski líka það næsta. Á þessu ári verða alla vega 7 fjallvegir á listanum, auk Akureyrarhlaupsins. Kannski segi ég ykkur bráðum frá því hvaða hugmyndir eru uppi fyrir árið 2009. Markmið eru góð, sérstaklega þegar maður nær þeim. Í því felst nefnilega gleðin!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ég er að fara, er bara rétt að leggja af stað. Ekki eru nú margir búnir að forskrá sig. Allavega ekki í heilt maraþon. Kannski vonda veðrið í fyrra fæli fólk frá. Það er rigning núna, en ég er búin að panta þurrt veður klukkan 12. Geri ráð fyrir að það gangi eftir. Við sjáumst þá í Akureyrarhlaupinu. Þú mátt vera á undan mér ef afkvæmið stingur þig af.
Fríða, 31.5.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.