9.6.2008 | 09:05
1.000 kílómetra skór
Reyndasta hlaupaskóparið mitt náði þeim áfanga í gær að hlaupa yfir 1.000 kílómetra markið. Samt er varla hægt að greina neitt slit á skósólunum! Já, það voru miklar framfarir þegar Asics Kayano tók við af roðskóm og sauðskinnsskóm á öldinni sem leið. Annars er almennt talið að hlaupaskór hafi ekki gott af meiru en svo sem 600-800 km, því að þá fari dempunin í þeim að daprast. Vill til að skóhljóð mitt er létt.
Vegna þeirra sem furða sig á að nokkur skuli halda skýrslu yfir hlaupna kílómetra skópara, er rétt að taka fram að ég er í fyrsta lagi nörd, í öðru lagi er sérstakt kerfi fyrir þess háttar skráningu hluti af hugbúnaði hlaupadagbókarinnar og í þriðja lagi skiptir þetta pínulitlu máli fyrir heilsu fótanna sem í skónum eru.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Mér verður illt í mjöðminni bara af tilhugsuninni um að hlaupa í Kayano. En það er nú svo misjafnt hvað hentar fólki. Ég er nokkuð viss um að GT skórnir mínir eru búnir að fara hátt í 1000 kílómetra, og það sést varla á sólunum. Þannig að nú er ég búin að útvega mér annað þannig par og hef meira að segja látið ráðleggja mér að nota þá í Laugaveginn vegna þess að þeir hleypa vatni bæði inn og út. Það liggur við að manni finnist maður vera í sandölum með þá á fótunum. Og já, ég var í morgun að lesa frásögn þína af Laugaveginum með mikilli athygli, nú snýst allt um það hjá mér. Púff...
Fríða, 9.6.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.