Leita í fréttum mbl.is

Fjallvegahlaupaáætlun sumarsins

Eins og sumir vita tók ég mér það fyrir hendur (eða fætur) á síðasta ári að hlaupa yfir 50 fjallvegi. Reyndar á þetta ekki að gerast á einni nóttu, heldur á 5-10 ára tímabili. Á síðasta ári þreytti ég þrjú slík hlaup og stefni að a.m.k. sjö til viðbótar þetta árið.

Tilgangurinn með þessu uppátæki er þríþættur. Í fyrsta lagi snýst málið um að viðhalda eigin huga og líkama, í öðru lagi að kynnast eigin landi og í þriðja lagi að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu. Í samræmi við þetta þriðja lag vil ég endilega að sem flestir fylgi mér á þessum ferðum. Til að ýta undir það birti ég eftirfarandi lista yfir áform mín um fjallvegahlaup í sumar:

FjallvegurKm. Dagsetning 
Rauðskörð, frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar    11

Þri  24.06 

Hólskarð, frá Héðinsfirði til Siglufjarðar 15 -- // --
Laxárdalsheiði, úr Reykhólasveit til Hólmavíkur 26Lau 28.06
Brekkugjá, frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar 14Mið 16.07
Eskifjarðarheiði, af Héraði til Eskifjarðar 20Fim 17.07
Gaflfellsheiði, úr Laxárdal til Bitrufjarðar  37Fim 11.09


Allar þessar dagsetningar eru birtar með fyrirvara. Sömuleiðis eru vegalengdir ekki endilega hárréttar. Eins og sjá má eru aðeins 6 fjallvegir á þessum lista, og þess því að vænta að eitthvað bætist við. Ég mun reyna að birta upplýsingar um áformin hérna á blogginu jafnóðum og þau breytast. Bendi líka á vefsíðu, sem ég hef komið upp til bráðabirgða til að halda utan um verkefnið og upplýsa um það. Varanlegri vefsíða verður opnuð innan tíðar.

Ég hvet alla sem langar að slást í för með mér, til að hafa samband, t.d. með því að senda mér tölvupóst á stefan[hjá]umis.is. Þigg líka allar góðar ábendingar með þökkum.

Rétt er að taka fram að þeir sem taka þátt í þessu með mér gera það á eigin ábyrgð. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband