9.6.2008 | 16:46
Fjallvegahlaupaáætlun sumarsins
Eins og sumir vita tók ég mér það fyrir hendur (eða fætur) á síðasta ári að hlaupa yfir 50 fjallvegi. Reyndar á þetta ekki að gerast á einni nóttu, heldur á 5-10 ára tímabili. Á síðasta ári þreytti ég þrjú slík hlaup og stefni að a.m.k. sjö til viðbótar þetta árið.
Tilgangurinn með þessu uppátæki er þríþættur. Í fyrsta lagi snýst málið um að viðhalda eigin huga og líkama, í öðru lagi að kynnast eigin landi og í þriðja lagi að vekja áhuga annarra á útivist og hreyfingu. Í samræmi við þetta þriðja lag vil ég endilega að sem flestir fylgi mér á þessum ferðum. Til að ýta undir það birti ég eftirfarandi lista yfir áform mín um fjallvegahlaup í sumar:
Fjallvegur | Km. | Dagsetning |
Rauðskörð, frá Ólafsfirði til Héðinsfjarðar | 11 | Þri 24.06 |
Hólskarð, frá Héðinsfirði til Siglufjarðar | 15 | -- // -- |
Laxárdalsheiði, úr Reykhólasveit til Hólmavíkur | 26 | Lau 28.06 |
Brekkugjá, frá Mjóafirði til Seyðisfjarðar | 14 | Mið 16.07 |
Eskifjarðarheiði, af Héraði til Eskifjarðar | 20 | Fim 17.07 |
Gaflfellsheiði, úr Laxárdal til Bitrufjarðar | 37 | Fim 11.09 |
Allar þessar dagsetningar eru birtar með fyrirvara. Sömuleiðis eru vegalengdir ekki endilega hárréttar. Eins og sjá má eru aðeins 6 fjallvegir á þessum lista, og þess því að vænta að eitthvað bætist við. Ég mun reyna að birta upplýsingar um áformin hérna á blogginu jafnóðum og þau breytast. Bendi líka á vefsíðu, sem ég hef komið upp til bráðabirgða til að halda utan um verkefnið og upplýsa um það. Varanlegri vefsíða verður opnuð innan tíðar.
Ég hvet alla sem langar að slást í för með mér, til að hafa samband, t.d. með því að senda mér tölvupóst á stefan[hjá]umis.is. Þigg líka allar góðar ábendingar með þökkum.
Rétt er að taka fram að þeir sem taka þátt í þessu með mér gera það á eigin ábyrgð.
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.