Leita í fréttum mbl.is

Héðinsfjörður í næstu viku

Eins og fram kom hérna á blogginu fyrir skemmstu, styttist í fyrstu fjallvegahlaup sumarsins. Fjallvegahlaupaverkefnið er eigið framtak mitt og árátta, sem varð til á síðasta ári og stendur væntanlega hátt í áratug. Undir tenglinum Fjallvegahlaup í vinstri jaðri þessarar síðu er að finna meiri upplýsingar um málið, þótt sjálf fjallvegahlaupavefsíðan sé ekki enn komin í gagnið.

Og nú er sem sagt stefnan tekin á Héðinsfjörð. Fyrsta fjallvegahlaup sumarsins verður væntanlega þreytt þriðjudaginn 24. júní nk., á Jónsmessunni, úr miðbæ Ólafsfjarðar um Rauðskörð að Vík í Héðinsfirði. Eftir stutta áningu þar hefst annað fjallvegahlaup sumarsins inn Héðinsfjörð frá Vík og yfir Hólsskarð til Siglufjarðar. Og svo rekur hver skemmtunin aðra. Smile

Öllum er velkomið að slást í hópinn - á eigin ábyrgð. Smile Látið bara endilega vita af ykkur, t.d. á stefan[hja]umis.is. Já, svo hittumst við á Ólafsfirði á þriðjudag í næstu viku, eigum við ekki bara að segja kl. 10.00 árdegis?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband