16.6.2008 | 22:00
Héðinsfjörður í næstu viku
Eins og fram kom hérna á blogginu fyrir skemmstu, styttist í fyrstu fjallvegahlaup sumarsins. Fjallvegahlaupaverkefnið er eigið framtak mitt og árátta, sem varð til á síðasta ári og stendur væntanlega hátt í áratug. Undir tenglinum Fjallvegahlaup í vinstri jaðri þessarar síðu er að finna meiri upplýsingar um málið, þótt sjálf fjallvegahlaupavefsíðan sé ekki enn komin í gagnið.
Og nú er sem sagt stefnan tekin á Héðinsfjörð. Fyrsta fjallvegahlaup sumarsins verður væntanlega þreytt þriðjudaginn 24. júní nk., á Jónsmessunni, úr miðbæ Ólafsfjarðar um Rauðskörð að Vík í Héðinsfirði. Eftir stutta áningu þar hefst annað fjallvegahlaup sumarsins inn Héðinsfjörð frá Vík og yfir Hólsskarð til Siglufjarðar. Og svo rekur hver skemmtunin aðra.
Öllum er velkomið að slást í hópinn - á eigin ábyrgð. Látið bara endilega vita af ykkur, t.d. á stefan[hja]umis.is. Já, svo hittumst við á Ólafsfirði á þriðjudag í næstu viku, eigum við ekki bara að segja kl. 10.00 árdegis?
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.