Leita í fréttum mbl.is

Bensínið mun halda áfram að hækka!

Í gær bar T. Boone Pickens vitni fyrir sérstakri þingnefnd Bandaríkjaþings um orku og náttúruauðlindir (Senate Energy and Natural Resources Committee). Pickens þessi hefur töluverða reynslu í greininni, en hann stýrir m.a. fjárfestingasjóði BP, sem sýslar með eina 4 milljarða dollara. Samkvæmt framburði Pickens hefur olíuframleiðsla heimsins nú náð hámarki - og stendur í 85 milljónum tunna á sólarhring. Eftirspurnin er að hans sögn hins vegar komin í 86,4 milljarða tunna. Verðmyndun á olíu á heimsmarkaði sé ekkert flóknari en svo, að þegar eftirspurnin sé orðin meiri en framboðið, þá hækki verðið þangað til dragi úr eftirspurninni. Picken segir að menn þurfi ekkert að leita að öðrum skýringum á hækkunum olíuverðs, þetta sé opinn markaður þar sem spákaupmennska hafi engin teljandi áhrif.

Ég er enginn olíusérfræðingur og stýri engum sjóðum, en ég er samt algjörlega sammála Pickens. Fyrir svo sem 2-3 árum gátu menn auðveldlega séð hvert stefndi varðandi heimsmarkaðsverð á olíu. Þetta var bara spurning um hvenær skriðan færi af stað og hversu hratt. Og við þurfum heldur ekkert að bíða eftir því að verðið lækki. Auðvitað verða alltaf einhverjar sveiflur, en minnkandi eftirspurn er það eina sem getur leitt til lækkunar. Verðið lækkar sem sagt ekki!

Við getum verið viss um að bensínlítrinn fer í 200 kall áður en langt um líður. Við þurfum ekki að ræða það neitt. Mér finnst stjórnvöld hafa sofið á verðinum að vera ekki löngu búin að grípa til neyslustýrandi aðgerða til að milda okkur áfallið, því að þróunin var jú fyrirsjáanleg. Nú þarf að einhenda sér í það af fullri alvöru að gera hagkerfið minna háð olíu en það er!

(Sjá frétt PlanetArk/Reuter í dag)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband