Leita í fréttum mbl.is

Hafnarfjallsheimsmetið fallið!

Þetta er villandi fyrirsögn, til þess gerð að plata ykkur til að lesa alla færsluna. LoL  Málið er sem sagt bara það að í dag bætti ég persónulega metið mitt í því að klöngrast upp Hafnarfjallið frá hliði og upp á topp. Ég er hins vegar alveg viss um að heimsmetið stendur óhaggað, hvert sem það nú annars er. Tíminn minn í dag var 45:05 mínútur, en fyrra metið var 47:00 mín, orðið rúmlega ársgamalt - frá 5 júlí 2007. Sló líka met-millitímann í "skarðinu", var kominn þangað eftir 23:42 mín. Hins vegar stóð niðurleiðarmetið óhaggað. Það setti ég líka 5. júlí í fyrra. Þá var ég 20:38 mín. af toppnum og niður að hliði.

Jæja, nú er bara að drífa sig á Hafnarfjallið og gá hvort þið getið ekki gert betur. En ekki kenna mér um ef ykkur skrikar fótur. Þetta er sem sagt alveg bráðskemmtilegt tómstundagaman - en ekki hættulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband