Leita í fréttum mbl.is

Útvötnuð yfirlýsing G-8

Ég er sammála því að yfirlýsing leiðtogafundar G-8 ríkjanna sé útvötnuð, en hún felur í sér almennt markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2050 til að stöðva loftslagsbreytingar. Þrír augljósustu veikleikar yfirlýsingarinnar eru að mínu mati þessir:

  1. Yfirlýsingin felur ekki í sér nein áfangamarkmið fram til ársins 2050. Það þýðir í reynd að menn gætu frestað aðgerðum til ársins 2049 - og séð svo til.
  2. Markmið um 50% samdrátt í losun þessara ríkja fyrir árið 2050 dugar engan veginn til að stöðva loftslagsbreytingar. Þar þyrfti að koma til a.m.k. 50% samdráttur á heimsvísu miðað við óbreyttan mannfjölda, þannig að heildarlosun fari úr um 4 tonnum á hvert mannsbarn á ári niður í um 2 tonn. Þetta kallar væntanlega á a.m.k. 80% samdrátt í losun iðnríkjanna!
  3. Það er ekki ljóst hvort draga eigi úr losun um helming frá því sem nú er, eða frá því sem var árið 1990. Losunin hefur nefnilega aukist umtalsvert á heimsvísu frá 1990. Það er markleysa að tala um að minnka eitthvað um X% ef maður tilgreinir ekki upphafspunktinn!

Þrátt fyrir þetta ber að fagna því að leiðtogarnir hafi orðið ásáttir um loftslagsbreytingar sem vandamál sem verði að bregðast við. Jafnvel slík yfirlýsing var ekkert sjálfsögð fyrir nokkrum árum.


mbl.is Yfirlýsing G-8 sögð útvötnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

More than 31,000 scientists across the U.S. &#150; including more than 9,000 Ph.D.s in fields such as atmospheric science, climatology, Earth science, environment and dozens of other specialties &#150; have signed a petition rejecting "global warming <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> ," the assumption that the human production of greenhouse gases is damaging Earth&#39;s climate.

"There is no convincing scientific evidence that human release of carbon dioxide <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> , methane, or other greenhouse gases is causing or will, in the foreseeable future, cause catastrophic heating of the Earth&#39;s atmosphere <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734>  and disruption of the Earth&#39;s climate," the petition states. "Moreover, there is substantial scientific evidence that increases in atmospheric carbon dioxide produce many beneficial effects upon the natural plant and animal environments of the Earth."

The Petition Project <http://www.petitionproject.org>  actually was launched nearly 10 years ago, when the first few thousand signatures were assembled. Then, between 1999 and 2007, the list of signatures grew gradually without any special effort or campaign.

But now, a new effort has been conducted because of an "escalation of the claims of &#39;consensus,&#39; release of the movie &#39;An Inconvenient Truth&#39; by Mr. Al Gore, and related events," according to officials with the project.

"Mr. Gore&#39;s movie, asserting a &#39;consensus&#39; and &#39;settled science&#39; in agreement about human-caused global warming, conveyed the claims about human-caused global warming to ordinary movie goers and to public school children, to whom the film was widely distributed. Unfortunately, Mr. Gore&#39;s movie contains many very serious incorrect claims which no informed, honest scientist could endorse," said project spokesman and founder Art Robinson.

WND submitted a request to Gore&#39;s office for comment but did not get a response.

Robinson said the dire warnings about "global warming" have gone far beyond semantics or scientific <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> discussion now to the point they are actually endangering people.

"The campaign to severely ration hydrocarbon energy technology has now been markedly expanded," he said. "In the course of this campaign, many scientifically invalid claims about impending climate <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> emergencies are being made. Simultaneously, proposed political actions to severely reduce hydrocarbon use now threaten the prosperity of Americans and the very existence of hundreds of millions of people in poorer countries," he said.

In just the past few weeks, there have been various allegations that both shark attacks and typhoons have been sparked by "global warming."

The late Professor Frederick Seitz, the past president of the U.S. National Academy of Sciences and winner of the National Medal of Science, wrote in a letter promoting the petition, "The United States is very close to adopting an international agreement that would ration the use of energy <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> and of technologies that depend upon coal, oil, and natural gas and some other organic compounds."

"This treaty is, in our opinion, based upon flawed ideas. Research data on climate change <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734>  do not show that human use of hydrocarbons is harmful. To the contrary, there is good evidence that increased atmospheric carbon dioxide is environmentally <http://www.worldnetdaily.com/index.php?fa=PAGE.view&pageId=64734> helpful," he wrote.

Accompanying the letter sent to scientists was a 12-page summary and review of research on "global warming," officials said.

"The proposed agreement would have very negative effects upon the technology of nations throughout the world, especially those that are currently attempting to lift from poverty and provide opportunities to the over 4 billion people in technologically underdeveloped countries," Seitz wrote.

Robinson said the project targets scientists because, "It is especially important for America to hear from its citizens who have the training necessary to evaluate the relevant data and offer sound advice."

He said the "global warming agreement," written in Kyoto, Japan, in 1997, and other plans "would harm the environment, hinder the advance of science and technology, and damage the health and welfare of mankind."

"Yet," he said, "the United Nations and other vocal political interests say the U.S. must enact new laws that will sharply reduce domestic energy production and raise energy prices even higher.

"The inalienable rights to life, liberty, and the pursuit of happiness include the right of access to life-giving and life-enhancing technology. This is especially true of access to the most basic of all technologies: energy. These human rights have been extensively and wrongly abridged," he continued. "During the past two generations in the U.S., a system of high taxation, extensive regulation, and ubiquitous litigation has arisen that prevents the accumulation of sufficient capital and the exercise of sufficient freedom to build and preserve needed modern technology.

"These unfavorable political trends have severely damaged our energy production, where lack of industrial progress has left our country dependent upon foreign sources for 30 percent of the energy required to maintain our current level of prosperity," he said. "Moreover, the transfer of other U.S. industries abroad as a result of these same trends has left U.S. citizens with too few goods and services to trade for the energy that they do not produce. A huge and unsustainable trade deficit and rapidly rising energy prices have been the result.

"The necessary hydrocarbon and nuclear energy production technologies have been available to U.S. engineers for many decades. We can develop these resources without harm to people or the environment. There is absolutely no technical, resource, or environmental reason for the U.S. to be a net importer of energy. The U.S. should, in fact, be a net exporter of energy," he said.

He told WND he believes the issue has nothing to do with energy itself, but everything to do with power, control and money, which the United Nations is seeking. He accused the U.N. of violating human rights in its campaign to ban much energy research, exploration and development.

"In order to alleviate the current energy emergency and prevent future emergencies, we need to remove the governmental restrictions that have caused this problem. Fundamental human rights require that U.S. citizens and their industries be free to produce and use the low cost, abundant energy that they need. As the 31,000 signatories of this petition emphasize, environmental science supports this freedom," he said.

The Petition Project website <http://www.petitionproject.org>  today said there are 31,072 scientists who have signed up, and Robinson said more names continue to come in.

In terms of Ph.D. scientists alone, it already has 15 times more scientists than are seriously involved in the U.N.&#39;s campaign to "vilify hydrocarbons," officials told WND.

"The very large number of petition signers demonstrates that, if there is a consensus among American scientists, it is in opposition to the human-caused global warming hypothesis rather than in favor of it," the organization noted.

The project was set up by a team of physicists and physical chemists who do research at several American institutions and collects signatures when donations provide the resources to mail out more letters.

"In a group of more than 30,000 people, there are many individuals with names similar or identical to other signatories, or to non-signatories &#150; real or fictional. Opponents of the petition project sometimes use this statistical fact in efforts to discredit the project. For examples, Perry Mason and Michael Fox are scientists who have signed the petition &#150; who happen also to have names identical to fictional or real non-scientists," the website said.

The petition is needed, supporters said, simply because Gore and others "have claimed that the &#39;science is settled&#39; &#150; that an overwhelming &#39;consensus&#39; of scientists agrees with the hypothesis of human-caused global warming, with only a handful of skeptical scientists in disagreement."

The list of scientists includes 9,021 Ph.D.s, 6,961 at the master&#39;s level, 2,240 medical doctors and 12,850 carrying a bachelor of science or equivalent academic degree.

The Petition Project&#39;s website includes both a list of scientists by name <http://www.petitionproject.org/gwdatabase/Signers_By_Last_Name.php>  as well as a list of scientists by state. <http://www.petitionproject.org/gwdatabase/Signers_BY_State.html>

Davíð (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:21

2 identicon

Hvað segja svona atvinnu umhverfisverndarmenn við þessu?

Davíð (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Davíð, þeir hunsa svona tal því það grefur undan lífsviðurværi þeirra sjálfra (og þar með möguleikum þeirra til að borga af háum orkureikningum og reka bensínhákana sína).

Geir Ágústsson, 9.7.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Stefán Gíslason

Það er svo sem ekkert um þetta að segja. Það verða alltaf til efasemdarmenn á öllum sviðum, ekki bara fáeinir heldur í þúsundatali. Sú spurning hvort maðurinn eigi einhvern þátt í hækkandi styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu og hvort hækkandi styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu stuðli að hækkandi meðalhitastigi á jörðinni er eftir sem áður útrætt mál, bæði á vettvangi vísinda og stjórnmála, enda sé ég reyndar ekkert í texta "The Petition Project" sem mælir beinlínis gegn því. Þar er að vísu staðhæft að hækkandi styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu sé góður fyrir umhverfið, en engin tilraun er gerð til að rökstyðja það.

Á því leikur enginn vafi að maðurinn á stóran þátt í því að styrkur koltvísýrings hefur hækkað úr u.þ.b. 270 ppm í u.þ.b. 390 ppm frá upphafi iðnbyltingar, þ.e.a.s. á síðustu 200 árum. Á því leikur heldur enginn vafi að koltvísýringur og fleiri lofttegundir gleypa geisla af tiltekinni bylgjulengd, og þar með hluta af varmageislum frá yfirborði jarðar. Þetta hafa menn vitað síðan á 19. öld og ættu ekki að þurfa að ræða frekar. Hins vegar er skiljanlegt að menn greini á um hver áhrif loftslagsbreytinga muni verða á mismunandi svæðum heimsins, eða um það hversu hagkvæmt sé að grípa til varnaraðgerða, samanborið við kostnaðinn við að takast á við afleiðingarnar.

Að öðru leyti vísa ég til bloggfærslu minnar frá 14. apríl sl.

Og svona þar fyrir utan, þá hefur loftslagsumræðan engin áhrif á fjárhagslega stöðu mína né á fyrirsjáanlegt tjón afkomenda minna. Öðru máli gildir um loftslagsbreytingarnar sjálfar og þau ráð sem gripið er til til að sporna við þeim eða milda afleiðingarnar. Framtíð okkar allra veltur því miður ansi mikið á þessum þáttum.

Stefán Gíslason, 9.7.2008 kl. 21:37

5 identicon

Útrætt mál? ..... Útrætt mál? hvað ert prestur eða hvað? Ertu uppi á miðöldum ... eða er skólspeki hin nýrri tekin við?

Titillinn sem þú berð segir nú heilmikið hvort þú komir til með að hafa "rétta" eða "ranga" skoðun - enda held ég ekki frekar en prestar afneita kristi (vís vegur til að missa vinnuna) komir þú til með að gera annað en að endurtaka möntruna enda ekki þörf frekari rannsókna - umræðan er búin, rannsóknum er lokið og 11000 vísindamenn eru fífl en 2500 skýrsluhöfundar Sameinuðu þjóðanna (sem velflestir eru eins og þú með atvinnu af að hafa rétta skoðun) vita meir og betur um málið.

Ég nenni ekki að reyna að benda þér á að rannsaka málið - velta einfaldlega fyrir þér ísöldum og hlýskeiðum og segja mér hort okkur stafi meiri hætta"in the long run" af kólnun eða hlýnun jarðar. hmm hvert er skeið mannsins ájörðinni og hvenær var síðasta ísöld? no brainer er það ... en nei þú ert í vinnu karlinn við að hafa skoðun og einu skoðunina

Málið útrætt (sic)

Davíð (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:23

6 Smámynd: Stefán Gíslason

Það gildir það sama um orð mín og þín, hver sem þú ert, að þau öðlast ekki aukið gildi þó að þau séu sögð oftar. Þess vegna ætla ég ekkert að endurtaka mín aftur hér. Skoðanir hvorugs okkar munu heldur breyta gangi heimsmálanna, né veðurfarinu, þótt við munnhöggvumst eitthvað. Ég efast meira að segja um að skoðanirnar hafi áhrif á atvinnu- og tekjumöguleika okkar.

En hvernig ætli standi samt á því að það er nánast útilokað að finna vísindagreinar sem gera ekki ráð fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum? Og hvernig ætli standi á því að leiðtogar hér um bil allra ríkja heims eru sammála um að loftslagsbreytingar af mannavöldum séu eitt af stærstu vandamálum samtímans, sem brýnt sé að bregðast við? Og hvernig ætli standi á því að forstjórar stærstu olíufélaganna eru orðnir sama sinnis?

Stefán Gíslason, 9.7.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband