14.7.2008 | 01:37
Brekkugjá á miðvikudaginn
Brekkugjá er næst á fjallvegahlaupadagskránni. Ég ætla sem sagt að leggja upp frá Brekku í Mjóafirði á miðvikudaginn (16. júlí) kl. 14.00. Leiðin liggur upp bratta hlíð, sem er vaxin þéttu kjarri neðan til, og upp í gjána sem mér skilst að sé í um 800 m hæð. Þetta er líklega frekar erfiður kafli. Þegar upp er komið taka við aflíðandi brekkur niður Austdal til Seyðisfjarðar. Endamarkið er við Þórarinsstaði.
Ég býst við að þessi leið sé um það bil 14 km, en væntanlega seinfarin. Á gönguleiðakorti er þetta sögð 8 tíma ganga. Býst við að verða allt að 3 tíma á leiðinni og verða kominn að Þórarinsstöðum um kl. 17.00. Á von á því að verða í fylgd með einum eða tveimur öðrum hlaupurum. Gaman væri ef enn fleiri myndu slást í hópinn!
Ég hef aðeins verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti frekar að hlaupa hina leiðina, þ.e.a.s. frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar. En niðurstaðan var sú að halda sig við upphaflega áætlun og hefja leikinn við Brekku. Mér finnst eiginlega betra að ljúka við uppgönguna sem fyrst og geta notið undanhaldsins lengi.
Minni á bráðabirgðavefinn www.fjallvegahlaup.is, en reyndar hefur mér ekki gefist ráðrúm til að setja þar inn neinar ítarlegri upplýsingar um Brekkugjá.
Já, og svo er það Eskifjarðarheiðin daginn eftir, fimmtudag 17. júlí. Reikna með að leggja upp úr Eyvindardal kl. 10.00. Upphafspunkturinn er skammt frá Egilsstöðum. Maður ekur bara sem leið liggur frá Egilsstöðum með stefnu á Fagradal og beygir svo inn á Mjóafjarðarveginn. Ætli rásmarkið sé ekki rúma 5 km frá þeim vegamótum.
Læt fljóta hérna með mynd sem var tekin af mér í hitteðfyrra við skógarhögg á leiðinni upp í Brekkugjá. Það þarf náttúrulega að undirbúa svona hlaup!
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Athugasemdir
Ekki spáir nú of góðu veðri á þig. Ég var að hugsa um að slást í hópinn en heilsan virðist ekki ætla að leyfa það í þetta sinn. Seinna bara.
Fríða, 14.7.2008 kl. 14:07
Nú fer heilsan alveg að lagast sko! Og ef það verður þoka, þá gefst náttúrulega annað tækifæri í Brekkugjá og á Eskifjarðarheiði. Vona nú samt að þetta gangi.
Stefán Gíslason, 14.7.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.