Leita í fréttum mbl.is

Útivist til endurhæfingar

Ritgerd Gunnars

Mig langar að vekja athygli á athyglisverðri ritgerð Gunnars Gunnarssonar, sem birt var á Staðardagskrárvefnum í dag. Um er að ræða meistararitgerð Gunnars frá Íþróttaháskóla Noregs, þar sem fjallað er um útivist sem lið í endurhæfingu fólks með hjarta- og æðasjúkdóma. Yfirskrift ritgerðarinnar er "What is the potentitial of Norwegian Outdoor Life Tradition (Friluftsliv) in the Maintenance phase (III phase) of Cardiac Rehabilitation?"

Ég tel að efni ritgerðarinnar eigi mikið erindi við Íslendinga. Held nefnilega að við höfum verið ótrúlega blind fyrir þeim tækifærum sem liggja í útivist til lækninga og heilsueflingar. Íslendingar eiga aðgengilegri og heilbrigðari náttúru en flestar aðrar þjóðir. Náttúran býður okkur þjónustu sína endurgjaldslaust rétt utan við húsdyrnar, en samt reiðum við okkur öðrum þjóðum fremur á lyf sem bót flestra meina, með tilheyrandi kostnaði og hliðarverkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband