Leita í fréttum mbl.is

Ráðstefnurotta

Í þessari viku breyttist ég í ráðstefnurottu. Ráðstefnurotta er svona manndýr sem er ábúðarfullt eða jafnvel gáfulegt á svipinn og sækir hverja ráðstefnuna á fætur annarri til að geta haldið áfram að vera mikilvægt án þess að þurfa að mæta í vinnuna. Ef mig misminnir ekki var það Guðbergur Bergsson sem lýsti þessu hugtaki fyrstur manna fyrir framan fullan sal af ráðstefnugestum á einhverri bókmenntaráðstefnu fyrir afar mörgum árum. 

Ég ætlaði aldrei að verða ráðstefnurotta. Það gerðist bara. Fyrst var ég á norrænni sjálfbærniráðstefnu í Óðinsvéum á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Gerði ekkert gagn þar, en hélt gáfusvipnum alveg sæmilega. Var svo í Reykjavík í gær og í dag á ráðstefnu um rafmagnsbíla og fleira þvíumlíkt. Gerði ekkert gagn þar heldur, en fannst gaman að hlusta á suma framsögumennina, sérstaklega ævintýramanninn Bertrand Piccard, sem ætlar að verða fyrstur til að fljúga í kringum Jörðina á sólarorkuknúinni flugvél. Árið 1999 varð hann fyrstur manna til að fljúga kringum Jörðina í loftbelg, án millilendingar. Meðal margs annars sem hann sagði var þetta: „Hvernig skiptir maður um viðhorf í loftbelg? Jú, maður verður að losa sig við eitthvað af ballestinni“. Allt í lagi að íhuga þetta aðeins.

Kannski er allt þetta ráðstefnustand bara gagnlegt eftir allt saman. Samt rifjast stundum upp fyrir mér veggspjald sem ég fann einhvers staðar fyrir nokkrum árum. Best að leyfa ykkur að sjá það líka, þó að ég sé löngu búinn að gleyma hvaðan það kom.

Meetingsweb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband