Leita í fréttum mbl.is

Mikil hlaupahelgi afstaðin

Mette Marit (Ljósm. Jo Michael, hirðljósmyndari)Mér finnst skemmtilegt að Mette Marit skyldi hafa skellt sér í Glitnismaraþonið í Osló. En tímann hennar vantar í fréttina. Hún hljóp sem sagt á 1:19:04 mín og varð í 52. sæti í flokki kvenna 35-39 ára.

Krónprinsessan var nú ekki aldeilis ein á hlaupum um helgina! Hæst ber auðvitað lengsta hlaup Íslandssögunnar, nefnilega hlaup Gunnlaugs Júlíussonar í fótspor Pheidippidesar milli Aþenu og Spörtu. Þetta eru heilir 246 km, sem Gunnlaugar lagði að baki á rúmum 34 klukkustundum (34:12:17 klst). Þetta er auðvitað algjörlega einstakt!

Svo má nú ekki gleyma Íslendingunum í Berlínarmaraþoninu í gær. Ef mér skjátlast ekki komu hvorki fleiri né færri en 58 Íslendingar í mark í því hlaupi, þó að enginn þeirra kæmist reyndar með tærnar þar sem Haile hafði hælana. En mikið hlýtur nú að hafa verið gaman að taka þátt í hlaupi þar sem heimsmetið var slegið. Fljótasti Íslendingurinn í Berlín var Óskar Jakobsson skíðagöngumaður, á 3:01:40 klst. Næstur var svo Jóhann Karlsson á 3:06:03 klst, sem væri nú kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að maðurinn fæddist árið 1948! Þetta var sem sagt Íslandsmet í flokki 60 ára og eldri. Ég segi nú bara eins og Megas: „Og hugsa með mér, vá, svona vil ég verða þegar ég er orðinn stór“!

Sjálfur hljóp ég líka um helgina, nánar tiltekið um fjöll og dali í Bitrufirði. Smalaði nokkrum kindum. Það var fínt, sko.


mbl.is Krónprinsessa í Glitnishlaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband