29.9.2008 | 09:15
Mikil hlaupahelgi afstaðin
Mér finnst skemmtilegt að Mette Marit skyldi hafa skellt sér í Glitnismaraþonið í Osló. En tímann hennar vantar í fréttina. Hún hljóp sem sagt á 1:19:04 mín og varð í 52. sæti í flokki kvenna 35-39 ára.
Krónprinsessan var nú ekki aldeilis ein á hlaupum um helgina! Hæst ber auðvitað lengsta hlaup Íslandssögunnar, nefnilega hlaup Gunnlaugs Júlíussonar í fótspor Pheidippidesar milli Aþenu og Spörtu. Þetta eru heilir 246 km, sem Gunnlaugar lagði að baki á rúmum 34 klukkustundum (34:12:17 klst). Þetta er auðvitað algjörlega einstakt!
Svo má nú ekki gleyma Íslendingunum í Berlínarmaraþoninu í gær. Ef mér skjátlast ekki komu hvorki fleiri né færri en 58 Íslendingar í mark í því hlaupi, þó að enginn þeirra kæmist reyndar með tærnar þar sem Haile hafði hælana. En mikið hlýtur nú að hafa verið gaman að taka þátt í hlaupi þar sem heimsmetið var slegið. Fljótasti Íslendingurinn í Berlín var Óskar Jakobsson skíðagöngumaður, á 3:01:40 klst. Næstur var svo Jóhann Karlsson á 3:06:03 klst, sem væri nú kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að maðurinn fæddist árið 1948! Þetta var sem sagt Íslandsmet í flokki 60 ára og eldri. Ég segi nú bara eins og Megas: Og hugsa með mér, vá, svona vil ég verða þegar ég er orðinn stór!
Sjálfur hljóp ég líka um helgina, nánar tiltekið um fjöll og dali í Bitrufirði. Smalaði nokkrum kindum. Það var fínt, sko.
Krónprinsessa í Glitnishlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.