30.9.2008 | 09:16
Fjárskortur í umhverfisgeiranum?
Eins og fram kemur í Orðum dagsins í dag gæti yfirstandandi lausafjárkreppa seinkað þróun lífeldsneytis, bæði vegna þess að lánsfé er nú dýrara og óaðgengilegra en áður og vegna þess að stjórnvöld einstakra ríkja gætu neyðst til að draga úr styrkjum og niðurgreiðslum til rannsókna og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig hefur Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna, sagt að hann gæti þurft að endurskoða áætlanir sínar um fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, til að vega að einhverju leyti upp á móti hugsanlegu 700 milljarða dollara neyðarframlagi ríkisins til fjármálageirans.
Þetta eru náttúrulega slæmar fréttir, sem þurfa þó ekki að koma neinum á óvart. En eins og nefnt er í frétt PlanetArk/Reuter, sem Orð dagsins byggja á, ríkir engu að síður ákveðin bjartsýni meðal þeirra sem vinna að þróun nýrra orkugjafa. Þeir binda nefnilega vonir við að fjárfestar beini fjármagni sínu í auknum mæli í þessa átt, enda næsta fyrirsjáanlegt að fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum muni skila öruggri ávöxtun til langrar framtíðar. Aukinn áhugi fjárfesta gæti því vegið upp þann skort á lausafé sem greinin stendur annars frammi fyrir.
Svona rétt til fróðleiks má geta þess að samanlagt uppsett afl sólarorkuvera jókst um 62% milli áranna 2006 og 2007, þ.e. úr 1.744 MW í 2.826 MW. Þessi tala hefur 135-faldast síðan 1985! Þá jókst samanlagt uppsett afl vindorkuvera um 27% milli áranna 2006 og 2007 og var komið í 94.112 MW í árslok.
Þeir sem vilja kynna sér vöxt sólar- og vindorkugeirans geta m.a. notast við eftirfarandi tengla:
http://www.solarbuzz.com/
http://www.gwec.net/
http://www.ewea.org
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Almannavarnastig fært af neyðarstigi á hættustig
- Aðalmeðferð hafin í menningarnæturmálinu
- Viðkvæmum persónuupplýsingum ljósmæðra dreift
- Rafrettur hafa áhrif á lungu, hjarta og heila
- Þetta er illa unnið og greint
- Margrét María skipuð í embætti
- Karlmaður látinn eftir umferðarslys
- 2,5 milljarðar í rafbílastyrki
- Ríkið stefnir LSS fyrir Félagsdóm
- Sprungur gleikkuðu í Grindavík
- Snjókoma, slydda eða rigning
- Engin virkni á gossprungunni
- Þjófar réðust á starfsmenn
- Miklu stærri og lengri kvikugangur
- Útkall vegna vatnsleka
Erlent
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
- Krefst dauðarefsingar yfir Mangione
- Beðið í örvæntingu eftir fundinum í Rósagarðinum
- Rubio og Rasmussen funda í vikunni
- Stefna Trump-stjórninni
- Einnar mínútu þögn í Mjanmar
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
- Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur
- Lík nýfædds barns fannst í poka
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.