Leita í fréttum mbl.is

Fjárskortur í umhverfisgeiranum?

Eins og fram kemur í „Orđum dagsins“ í dag gćti yfirstandandi lausafjárkreppa seinkađ ţróun lífeldsneytis, bćđi vegna ţess ađ lánsfé er nú dýrara og óađgengilegra en áđur og vegna ţess ađ stjórnvöld einstakra ríkja gćtu neyđst til ađ draga úr styrkjum og niđurgreiđslum til rannsókna og framleiđslu á endurnýjanlegri orku. Ţannig hefur Barack Obama, forsetaefni Demókrataflokks Bandaríkjanna, sagt ađ hann gćti ţurft ađ endurskođa áćtlanir sínar um fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, til ađ vega ađ einhverju leyti upp á móti hugsanlegu 700 milljarđa dollara neyđarframlagi ríkisins til fjármálageirans.

Ţetta eru náttúrulega slćmar fréttir, sem ţurfa ţó ekki ađ koma neinum á óvart. En eins og nefnt er í frétt PlanetArk/Reuter, sem „Orđ dagsins“ byggja á, ríkir engu ađ síđur ákveđin bjartsýni međal ţeirra sem vinna ađ ţróun nýrra orkugjafa. Ţeir binda nefnilega vonir viđ ađ fjárfestar beini fjármagni sínu í auknum mćli í ţessa átt, enda nćsta fyrirsjáanlegt ađ fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum muni skila öruggri ávöxtun til langrar framtíđar. Aukinn áhugi fjárfesta gćti ţví vegiđ upp ţann skort á lausafé sem greinin stendur annars frammi fyrir.

Svona rétt til fróđleiks má geta ţess ađ samanlagt uppsett afl sólarorkuvera jókst um 62% milli áranna 2006 og 2007, ţ.e. úr 1.744 MW í 2.826 MW. Ţessi tala hefur 135-faldast síđan 1985! Ţá jókst samanlagt uppsett afl vindorkuvera um 27% milli áranna 2006 og 2007 og var komiđ í 94.112 MW í árslok.

Ţeir sem vilja kynna sér vöxt sólar- og vindorkugeirans geta m.a. notast viđ eftirfarandi tengla:
http://www.solarbuzz.com/
http://www.gwec.net/
http://www.ewea.org


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband