2.10.2008 | 09:59
Góð hugmynd hjá Davíði
Mér líst afar vel á hugmynd Davíðs Oddsonar um þjóðstjórn. Eins og staðan er í efnahagsmálum er þó naumast hægt að ætlast til að slík stjórn verði í aðstöðu til að taka fullnaðarákvarðanir um þær ráðstafanir sem nauðsynlegar kunna að verða. Þess vegna er afar brýnt að þjóðstjórnin njóti ráðgjafar færustu sérfræðinga á sviði efnahagsmála. Í því sambandi liggur beinast við að stjórnin leiti eftir ráðgjöf Seðlabankans. Með tilliti til stöðu efnahagsmála myndi þar verða um svokallaða bindandi ráðgjöf að ræða. Þetta fyrirkomulag myndi létta mjög álagi af Alþingi, enda Alþingismenn í afar erfiðri aðstöðu til að taka afstöðu til þeirra margbrotnu viðfangsefna sem stjórnvöld þurfa að fást við, sérstaklega þegar tekið er tillit til þeirra miklu áhrifa sem ófyrirsjáanlegir atburðir í alþjóðlegu fjármálalífi geta haft á íslenskt viðskiptaumhverfi. Alþingi myndi engu að síður gegna afar mikilvægu hlutverki við að samþykkja þær ráðstafanir sem þjóðstjórnin hefði þegar tekið ákvarðanir um, að fenginni ráðgjöf.
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Gamla bloggið
- Gamla bloggið Bloggfærslurnar mínar 11/1 2007 - 29/2 2008
Síðurnar mínar
- Fjallvegahlaup Bráðabirgðasíða um Stóra Fjallvegahlaupaverkefnið :-)
- Olíuhreinsistöð Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva
Börnin mín (sum)
- Keli Frumburðurinn
- Jóhanna - myndir Myndirnar hennar Jóhönnu á Flickr
Vinir og ættingjar
- Hörpumyndir Aðallega Ragnar Ingi auðvitað
Frjálsar og hlaup
- FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands
- Hlaup.is Hlaupasíðan
- Hlaupadagbókin Segir ALLA söguna
- Sænska FRÍ Sænska frjálsíþróttasambandið
- Alþjðafrlsítrasambndð Heimasíða Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, IAAF
Umhverfismálin
- Orð dagsins Af vettvangi Staðardagskrár 21
- UMÍS ehf. Environice Fyrirtækið mitt :-)
- Svanurinn í Noregi Svanur eins og svanir eiga að vera
- Miljø og sundhed Informationscenter for miljø og sundhed í Danmörku
- Landvernd Landvernd
- Náttúran.is Verðandi umhverfisvefur númer eitt
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast Stebbi? Seðlabankastjóri er aðalhöfundurinn að öllu þessu klúðri, hefur takmarkað vit á því sem hann er að gera og það litla vit er iðulega ofurliði borið af heift í garð ýmissa aðila.
Dofri Hermannsson, 2.10.2008 kl. 13:09
Helv... hann Davíð á ekki þessa hugmynd. Þetta hefur komið uppá borð fleiri stjórnmálamanna síðustu mánuði/síðastliðið ár.
Það þarf að fara að höggva á hendurnar á feita bolanum og koma honum burt úr öllu sem snertir þjóðmál eða stjórnmál, helv.. hvað hann er það allra versta sem hefur komið fyrir íslenska þjóð!!
kappinn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:48
Maðurinn er stríðsglæpamaður. Hann var einn af þeim "viljugu"
sem hófu Íraksstríðið sem hefur orsakað dauða meira 1 milljóna manna
og hrakið 5 miljónir á flótta. Hann á að sitja í fangelsi!
Ragnar (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:58
Davíð er farið að förlast og ætti að hvíla sig dálítið.
Jón Ingi Cæsarsson, 2.10.2008 kl. 21:33
Auðvitað er ég að grínast! Samt er þetta sko alls ekkert fyndið! Það er full þörf á að Seðlabankanum sé stjórnað af mönnum sem hafa sérfræðiþekkingu á því sviði. Það er einfaldlega alveg ótrúlegt að þessi mikilvæga stofnun sé ENNÞÁ(!) 2008(!) notuð sem hressingarhæli fyrir aflagða stjórnmálamenn! Til hvers var þá líka þetta eftirlaunafrumvarp!?
Ég dáðist að Þorgerði Katrínu og Björgvin Sigurðssyni þegar ég horfði á sjónvarpsfréttirnar í kvöld. Þau töluðu skýrt. Davíð fór alveg með það með þessu þjóðstjórnarkjaftæði. "Svona gerir maður ekki", a.m.k. ekki ef maður er Seðlabankastjóri. Nóg var nú samt. Ég er ekki vanur að tjá mig mikið um pólitík, aðra en umhverfispóltík, en nú er nóg komið. Davíð verður að draga sig í hlé. Við verðum að fá færa fagmenn til að stjórna Seðlabankanum! Og það myndi ekkert gera til þótt einhver þeirra væri kvenkyns! Tími Davíðs Oddssonar er liðinn!
PS: Ég hélt kannski að þetta með "bindandi ráðgjöf" væri nóg til að enginn myndi misskilja færsluna.
Stefán Gíslason, 2.10.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.