Leita í fréttum mbl.is

Einhvers konar grín

Ég vil taka það fram, til að taka af öll tvímæli, að síðasta færsla var einhvers konar grín, eins og orðin "bindandi ráðgjöf" ættu reyndar að bera þokkalega glöggt vitni um. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum þurfi að vera fagmenn á því sviði. Davíð Oddsson er það ekki. Ég er líka eindregið þeirrar skoðunar að þeir sem stjórna Seðlabankanum eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að hlutast til um stjórnmál með þessum hætti. Vonandi var þetta með þjóðstjórnina bara kjaftasaga, eins og Geir hélt fram í kvöld. Nóg er samt. Þarf maður virkilega að fara að fletta upp í Stjórnarskránni til að rifja upp hvers konar stjórnskipulag Íslendingar hafa valið sér? Reyndar kíkti ég í hana til öryggis. Þar er hvergi minnst á Seðlabankann!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Auðvitað er hvergi minnst á Seðlabankann í því plaggi. Var hann ekki bara í skúffu hjá Jónasi í Landsbankanum þegar stjórnarskráin var samin?

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.10.2008 kl. 02:05

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þú ert nú meiri brandarakallinn!

Dofri Hermannsson, 3.10.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband