Leita í fréttum mbl.is

Páfinn vinnur gegn sjálfbærri þróun

Það er auðvitað ekkert nýtt að Páfagarður sé á móti getnaðarvörnum. Hins vegar tel ég að þessi andstaða valdi sífellt meira tjóni með hverju ári sem líður. Fram hjá því verður ekki horft að takmarkað aðgengi að getnaðarvörnum og andstaða trúarleiðtoga við að þær séu notaðar eiga sinn þátt í óhóflegri fólksfjölgun í þróunarlöndunum, svo ekki sé nú minnst á útbreiðslu AIDS og annarra sjúkdóma sem tengjast kynhegðun fólks. Og fram hjá því verður heldur ekki horft að fólksfjölgun á heimsvísu er eitt þriggja atriða sem ráða mestu um áhrif mannsins á umhverfið og þar með um möguleika mannkynsins á að framfleyta sér á jörðinni. Hin atriðin eru neysla hvers einstaklings og tæknin sem notuð er við neysluna, (sbr. líkan Paul Erlichs frá 1974).

Vissulega bera Vesturlönd mesta ábyrgð á því hvernig komið er í umhverfismálum á heimsvísu. Þar er ekki fólksfjölgun um að kenna, heldur neyslu. Og vissulega væri það ósanngjarnt af mér og öðrum Vesturlandabúum að ætlast til að íbúar þróunarlandanna dragi úr álaginu með því að fjölga sér minna. En málið er ekki svona einfalt. Engin afrísk móðir kærir sig t.d. um að eignast 10 börn og horfa upp á 7 þeirra deyja í bernsku! Þrjú heilbrigð börn, sem fá að alast upp við skikkanleg skilyrði, væru eflaust mun betri kostur, bæði að mati móðurinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Málið snýst sem sagt ekki um að banna íbúum þróunarlandanna að auka kyn sitt, heldur eingöngu um það að sjá þeim, og þá sérstaklega konum, fyrir menntun og tækifærum til að taka ákvarðanir um eigin fjölskyldustærð og framtíð! Andstaða Páfagarðs gegn getnaðarvörnum er til þess fallin að auka eymd í þróunarlöndunum. Þetta væri allt í lagi ef enginn tæki mark á Vatíkaninu. En þannig er það því miður ekki! Ég álít að því miður sé þessi andstaða Páfagarðs einn helsti steinninn í vegi sjálfbærrar þróunar. Páfagarður ber líka ábyrgð á því, ásamt með stjórnvöldum á Filippseyjum, að fólksfjölgun fékkst ekki rædd af neinu viti á Ríóráðstefnunni 1992. Þess vegna er líka sá kafla í Dagskrá 21 (5. kafli) lítið meira en máttlaust hjal. Hér heggur sá er hlífa skyldi, nefnilega páfinn!

Einhvern tímann á næstunni skrifa ég kannski örlítið ítarlegri samantekt um fólksfjölgunarvandamál og mikilvægi þess að konur í þróunarlöndunum fái sjálfsákvörðunarrétt og tækifæri til menntunar.


mbl.is Fordæming getnaðarvarna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páfinn/kaþólikkar eru beinlínis óvinir mannkyns... þeir tala um að verjast hungri bla bla bla  en banna getnaðarvarnir.
Milljónir deyja bara í Afríku vegna bulls kaþólskra presta... það á að banna þessari kirkju að fara inn í vanþróuð lönd, sem hún sækir stíft í vegna þess að vesturlandabúar eru að yfirgefa ruglið þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 10:28

2 Smámynd: Calvín

Eigum við ekki að trúa á það góða í manninum og að sjálfstæðir einstaklingar geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Kynlíf er val tveggja einstaklinga sem hafa sameinast í heilögu hjónabandi og eru sálufélagar. Óábyrgt kynlíf á að fordæma og hefur sínar afleiðingar. 

Jafnframt að allt líf sem kveiknar sé heilagt og beri að vernda. Þetta er grundvallarlífsviðhorf kaþólskra manna. Hver gefur þér rétt til að drepa? Hvar á að draga mörkin?

Calvín, 3.10.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Stefán Gíslason

Ég felst ekki á þá skoðun, sé hún á annað borð til, að með notkun getnaðarvarna sé verið að drepa eitthvað. Það er líka því miður einföldun að halda að kynlíf sé alltaf val tveggja einstaklinga, hvað þá að þessir einstaklingar hafi endilega sameinast í heilögu hjónabandi. Og þó hver sem er megi fordæma óábyrgt kynlíf mín vegna, þá verður páfinn og allt hans lið samt að gera sér grein fyrir því að óábyrgu kynlífi verður aldrei útrýmt með fordæmingu og hallelújöum. Sama lið þarf líka að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem konur í þróunarlöndunum standa frammi fyrir, jafnvel þótt kynlíf þeirra sé fullkomlega ábyrgt í venjulegum skilningi þeirra orða, með öllum þeim heilagleika sem því kann að fylgja!

Stefán Gíslason, 3.10.2008 kl. 16:46

4 identicon

Ég er alveg sammála þér. Mér er hinsvegar nett sama um það hvað páfanum finnist um getnaðarvarnir, þróunarkenninguna (og þá staðreynd að hún sé rétt), sjálfsfróun, samkynhneigð og fleira í þeim dúr.

Það eina sem fer í taugarnar á mér við kaþólsku kirkjuna, er hversu margir hlusta ennþá á þetta batterí. Það þarf ekki að fá kirkjuna til að skipta um skoðun, það þarf að fá fólk til að hætta að taka mark á þvættingnum sem vellur út úr þessari afturhaldssinnuðu stofnun.

Jafnvel þó maður væri kristinn ætti maður ekki að vera kaþólikki eða taka mark á þessari vangefnu stofnun. Þetta eru aumkunnarverðar leifar af gömlu og óhugnanlega grimmu heimsveldi sem náði völdum með fjöldamorðum og skipulögðum pyntingum. Þessi fáránlega stofnun ætti ekki að skipta máli, það er fólkið sem trúir þessum bölvaða þvættingi sem við ættum að álasa, ekki kaþólsku kirkjuna. Hún getur ekkert að því gert að vera þroskaheft.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:55

5 identicon

"Q"

Eigum við ekki að trúa á það góða í manninum og að sjálfstæðir einstaklingar geri sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna. Kynlíf er val tveggja einstaklinga sem hafa sameinast í heilögu hjónabandi og eru sálufélagar. Óábyrgt kynlíf á að fordæma og hefur sínar afleiðingar. 

Jafnframt að allt líf sem kveiknar sé heilagt og beri að vernda. Þetta er grundvallarlífsviðhorf kaþólskra manna. Hver gefur þér rétt til að drepa? Hvar á að draga mörkin?

 Ertu að senda okkur forum replay frá aldamótunum 1500?!?!

Og hvað er annars óábyrgt kynlíf?, vakna með feitari stelpu og hugsa með sér? ; hvar í fjandanum fann í þetta?.

Smokkar og getnaðarvarnir eru nauðsinlegt í nútíma samfélagi, þó smokkar sé aðeins 95% vörn þá já sorry Calvin en ég er illa sofinn heiðingi og svoldið harð orða en útaf það eru alltaf 5% líkur á einhvað fari rangt þá þarf reyndar ábyrgð í þessa yndislegu athafnir en eins og 99% af "óábyrgu" kynlífi gerist undir áfengis hönd þá já settu bara á þig smokkin og vertu ánægður með það sem þú færð ...

Hjálmar K. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:51

6 identicon

Já sorry mann ekki innskráningu en já ég er alveg samála höfundi greinar og DoctorE , trúarbrögð þegar maður lítur á stóru myndina, já eru af hinu Illa , elska alltaf þetta með bíblíuna, með að djöfullin sé meistari blekkinga, hmmm..... kannski er hann klókari en þið haldið :D

HEIL SATAN by the way ;)

Hjálmar K. (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 18:54

7 Smámynd: Calvín

Það er auðvelt að dæma aðra. Allir eru ábyrgir gjörða sinna. Það er engum gott að haga sér kærileysislega. En auðvitað er maðurinn breyskur og allt getur gerst. Freistingarnar eru alls staðar. Allir hafa syndgað o.s.frv. Holdið er veikt.

Hins vegar hljótum við að draga mörkin í sandinn einhversstaðar. Við verðum að temja okkur sjálfsaga til að lifa í sæmilegri sátt við okkur sjálf. Auðvitað gerast slæmir hlutir en það þýðir ekki að fyrirfram eigum við að samþykkja það sem eðlilegan hlut.

Við verðum að spyrja okkur? Væri heimurinn betri ef enginn lifði óábyrgu kynlífi? Væri heimurinn betri ef enginn væri kynferðisofbeldismaðurinn, enginn þjófurinn, lygari o.s.frv.? Ef svarið við þessu er já eigum við þá ekki að reyna að beita okkur sjálfaga til að lifa ekki í synd? Ef við vitum ekki hvað sé synd þá erum við í vondum málum.

Calvín, 3.10.2008 kl. 21:01

8 identicon

Hvar

Kasi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:26

9 identicon

Hver er skilgreining þín á óábyrgu kynlífi Calvín? Að gera aldrei dodo nema í hjónabandi og með þeim tilgangi að búa til barn?

Kasi (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 00:29

10 Smámynd: Calvín

það er ekki spurning hvað mér finnst. Hvað finnst þér sjálfum?

Calvín, 4.10.2008 kl. 01:18

11 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Mér datt nú í hug í þessu getnaðarvarnabulli í Páfagarði að þeir hafa ef að líkum lætur aldrei stundað kynlíf sjálfir, karlarnir. Bendi einnig á að allir ráðamenn í kaþólkskri trú eru karlmenn, þannig að þar er enginn málsvari kvenna. 

ps. hvernig gerir þú nunnu ólétta?  Dulbýrð hana sem kórdreng.

Guðrún Vala Elísdóttir, 6.10.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Stefán Gíslason
Stefán Gíslason
Umhverfisstjórnunar-fræðingur í Borgarnesi
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband